Kirkjuritið - 01.12.1940, Blaðsíða 49
Iíirkjuritið.
Sambú'ð prests og safnaðar.
371
„diplomati“ Páls postula að reyna að vera öllum alt til
þess að ávinna sem flesta. — Heimili úr heimili, hús úr
liúsi, til að treysta og styrkja og festa. Kanske á þjóðin
þá síðar mildar þakkir að færa þessum hóp.
E. t. v. kennir í þessu nokkurs kvíða um framtíðina,
vonandi reynist liann ástæðulaus.
En aldrei getur það þó verið verra að vera viðbúinn.
Nýir tímar skapa ný viðhorf, sagði eg — og eg held, að
viðhorf þessara tíma i sjálfu eðli sínu auki enn á þýðingu
húsvitjana og persónulegs samfélags við söfnuðinn frá því
sem áður var, sérstaklega í þéttbýlinu og þó alveg eins út
um sveitirnar, því að auðvitað er „maðurinn“ sá sami,
hvort heldur hann hýr í sveit eða borg. Það er nú uppi
svonefndur „realismi“, eða raunhyggja. Raunar er þessi
„realismi“ dálítið athugunarverður og svolítið grunsam-
legur, því að hann nær meira út úr augunum, heldur en
inn fyrir þau, þ. e. liann beinist meira gegn öðrum og hinu
ytra heldur en gegn sjálfum sér og hinu innra.
Ef hann hefði ekki þennan galla — ef liann væri heil-
steyptur, ef hann beindi gagnrýni sinni jafn hugheilt inn
á við eins og hann þykist gera út á við, þá er eg viss um
að Kristur ætti greiðari leið og kirkjan betri tíma.
En þessi „realismi“ er uppi, hann flæðir enn uppi í yfir-
borðinu og okkur er það nauðsynlegt — enn vegna sam-
búðarinnar við söfnuðinn — að taka réttmætt tillil til hans.
Eg ætla að segja ykkur svolitið dæmi um þetta. Það
hefir einhver sagt, að óvinurinn væri bezti spegillinn, því
að liann skirrðist ekki við að segja manni napran sannleik-
ann. Það er stundum, að minsta kosti stundum, dálítið til
í þessu.
Jæja, þetta var reyndar ekki óvinur minn, en hann var
mér mjög andstæður í skoðunum og hafði e. I. v. einhverja
löngun til að þjarma að mér sem presti.
Hann sagði eitthvað á þessa leið: Eg er á móti prestum.
Þarna ranglið þið upp í stólinn á sunnudögum, hátíðlegir
og hempuklæddir, næstum því eins og einhverjar æðri