Kirkjuritið - 01.12.1940, Blaðsíða 46
368
Garðar Svavarsson:
Nóv.—Des.
Hún er einn þátturinn í fórnfýsi og sjálfsgjöf hins mikla
gáfumanns, scm aðeins átti eina ríkjandi sannfæringu,
þessa: „Kristi cdt“.
Nú skoða eg okkur og Pál að vissu leyti sem „collega“,
þótt við munum í öllu aumari bræður. — Við höfum tekið
upp sama merkið, sem liann bar fyrir í upphafi. Því álít
eg það ekki ótilhlýðilegt, einmitt í sambandi við umræður
um samband prests og safnaðar að benda á „diplomati"
Iians, knúða fram af kærleikanum, knúða fram af sann-
færingunni: Krisli alt.
Hún er okkur einnig nauðsynleg, hinum litlu spámönn-
um, hinum öftustu í flokknum, til þess að þjónustan lán-
ist, til þess að okkur takist að vinna í víngarðinum, til
jiess að okkur takist að leiða þjóð vora inn í þá blessun,
sem við viljum, til þess, í fám orðum sagt, að okkur tak-
ist að ávinna sem flesta fyrir Ivrist.
Eg veit ekki, af hverju þetta kemur í hug minn, orðið
„diplomati“, og það, sem í því felst, eða þessi orð Jesú,
þegar hann sendi frá sér lærisveinana: Verið kænir sem
höggormar og falslausir sem dúfur — og þó — eg veit það.
Eg hefi það á tilfinningunni, því að það er margt, sem
bendir til þess að það bíði kirkjunnar ef til vill óvenju-
legir tímar, tímar, sem reyna á oss alt lil grunns. Ef til vill
tímar í líkingu við tíma Páls postula, þegar um það er að
etja, hvort kristnin skuli lifa eða deyja.
Og hvað höfum við þá annað að gera en að brjóta okk-
ur í skeljamola, á stéttinni og í stofunni, á lilaðinu, alls-
slaðar milli fjalls og fjöru, hvar sem við erum.
Þá ríður á, og það ríður nú strax á, að tengja tengslin,
að vera öllum alt, sem Kristur vill, til þess að ávinna sem
flesla. Að tengja tengslin við söfnuðinn frá hinum smæsta
til hins stærsta, við börnin og unglingana, við verkafólk-
ið, við bóndann og sjómanninn, við alla. — Móti þeim
öllum verður að streyma hlýja og kærleikur, nákvæm
natni og umönnun frá kirkju Krists, — frá okkur. Eg er
ekki svartsýnn, ósigur dettur mér ekki í hug.