Kirkjuritið - 01.12.1940, Side 53

Kirkjuritið - 01.12.1940, Side 53
Kirkjuritið. G. S.: Sambúð prests og safnaðar. 375 Megi samfélag okkar við söfnuðina vera svo náið, að þetta geti tekist — tekist svo vel, að þjóðin öll fái staðið upprétt og sterk, hvaða vindar, sem blása. Garðar Svavarsson. Fréttir. Fulltrúi Chicagoháskóla. Séra Sigurjón Jónsson í Kirkjubæ í Hróarstungu getur þess í bréfi til mín 3. þ. m., að honum liafi verið ritað af rektor háskóla Chicagoborgar, þar sem þess er óskað, að séra Sigurjón mæti sem fulltrúi Universitatis chicageniensis við vígslu Háskóla íslands, hinn 17. júní s.l. En bréf þetta kom honum ekki í hendur fyr en nú fyrir skönimu. Séra Sgurjón útskrifaðist frá Háskólanum í Chicago með bacca- lauriatsstigi árið 1912 og árið 1913 með meistaragráðu í sam- stæðilegri guðfræði og „Religionspliilosophie“. Er það séra Sigurjóni sæmd, að liafa verið kjörinn fulltrúi þessarar ágætu stofnunar við háskólavígsluna. Hann biður Kirkjuritið að flytja Háskóla íslands einlægar árn- aðar og blessumrróskir háskóla Chicagoborgar. Sigurgeir Sigurðsson. Neskirkja í Norðfirði. Nú eru gluggarnir frá L. Storr komnir í kirkjuna og prýða hana mikið. Glerið er sólli’tað. Sér ekki út eða inn um það. Kirkjugestir eru því algerlega einangraðir frá umheiminum og einir með Guði. Þá er verið að steypa girðingu á 2 vegu um kirkjuna og svo er búið að steypa kórs- og skrúðhússgrunninn. í skjóli við girðinguna á að planta trjám og skrautblómum. Líklega byggjum við kórinn í vetur, þó að dýrt verði. Unnið hefir verið að fjársöfnun. Er þegar inn komið 14—1500 kr. Vo:i er á ein- hverju i viðbót. Svo vonum við, að lán fáist til viðbótar úr Alm. kirkjusjóði o. v. Ég vona, að kirkjuliúsið búi lengi að því, sem nú verður gert. — Úr bréfi frá Vald. V. Snævar, skólastjóra. Prestakosningar í Reykjavík eiga að fara fram 15. des. Umsækjendur um prestaköllin þrjú, Ness, Hallgríms, og Lauganess, eru 10 alls, prestar og guðfræði- kandídatar. Um Lauganesprestakall sækir séra Garðar Svavars- son einn, sem þar hefir unnið prestsstörf áður við góðan orðstir.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.