Kirkjuritið - 01.12.1940, Blaðsíða 53

Kirkjuritið - 01.12.1940, Blaðsíða 53
Kirkjuritið. G. S.: Sambúð prests og safnaðar. 375 Megi samfélag okkar við söfnuðina vera svo náið, að þetta geti tekist — tekist svo vel, að þjóðin öll fái staðið upprétt og sterk, hvaða vindar, sem blása. Garðar Svavarsson. Fréttir. Fulltrúi Chicagoháskóla. Séra Sigurjón Jónsson í Kirkjubæ í Hróarstungu getur þess í bréfi til mín 3. þ. m., að honum liafi verið ritað af rektor háskóla Chicagoborgar, þar sem þess er óskað, að séra Sigurjón mæti sem fulltrúi Universitatis chicageniensis við vígslu Háskóla íslands, hinn 17. júní s.l. En bréf þetta kom honum ekki í hendur fyr en nú fyrir skönimu. Séra Sgurjón útskrifaðist frá Háskólanum í Chicago með bacca- lauriatsstigi árið 1912 og árið 1913 með meistaragráðu í sam- stæðilegri guðfræði og „Religionspliilosophie“. Er það séra Sigurjóni sæmd, að liafa verið kjörinn fulltrúi þessarar ágætu stofnunar við háskólavígsluna. Hann biður Kirkjuritið að flytja Háskóla íslands einlægar árn- aðar og blessumrróskir háskóla Chicagoborgar. Sigurgeir Sigurðsson. Neskirkja í Norðfirði. Nú eru gluggarnir frá L. Storr komnir í kirkjuna og prýða hana mikið. Glerið er sólli’tað. Sér ekki út eða inn um það. Kirkjugestir eru því algerlega einangraðir frá umheiminum og einir með Guði. Þá er verið að steypa girðingu á 2 vegu um kirkjuna og svo er búið að steypa kórs- og skrúðhússgrunninn. í skjóli við girðinguna á að planta trjám og skrautblómum. Líklega byggjum við kórinn í vetur, þó að dýrt verði. Unnið hefir verið að fjársöfnun. Er þegar inn komið 14—1500 kr. Vo:i er á ein- hverju i viðbót. Svo vonum við, að lán fáist til viðbótar úr Alm. kirkjusjóði o. v. Ég vona, að kirkjuliúsið búi lengi að því, sem nú verður gert. — Úr bréfi frá Vald. V. Snævar, skólastjóra. Prestakosningar í Reykjavík eiga að fara fram 15. des. Umsækjendur um prestaköllin þrjú, Ness, Hallgríms, og Lauganess, eru 10 alls, prestar og guðfræði- kandídatar. Um Lauganesprestakall sækir séra Garðar Svavars- son einn, sem þar hefir unnið prestsstörf áður við góðan orðstir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.