Kirkjuritið - 01.12.1940, Blaðsíða 27
Kirkjuritið.
Fyrir þrjátíu árum.
349
Eu hvað var það, sem dró alt þetta fólk á kirkjustaðinn?
Það var fyrst og fremst, hjá öllum þorra manna, ósvikin
trúrækni, trygð við hinar aldagömlu, kristnu hugsjónir,
og næst þúsund ára gömul erfðavenja (tradition), erfða-
venja, sem var einn hinn snarasti þátturinn í andlegu lífi
þessarar þjóðar, og um leið i menningu hennar, og það
væri merkilegt rannsóknarefni, hvern þátt kirkjan og
kirkjugöngur, þrátt fyrir alt, liafa átt i að móta og varð-
veita menningu þessarar þjóðar.
Af sérstökum ástæðum fór ég mjög snenmia að sækja
messur að Flugumýri, sem sé þeim, að foreldrar mínir
sáu um kirkjusönginn í fjöldamörg ár, eða þar til orgel
kom í kirkjuna, og hélt ég þeim sið að sækja flestar messur
að Flugumýri framundir þann tíma er ég fór að heiman.
Af þessum ástæðum er hugur minn á einkennilegan og
órjúfanlegan hátt bundinn við þessa litlu kirkju. Ég hefi
síðan komið í fjöldamargar kirkjur, og flestar miklu stærri
og veglegri. Ég hefi komið í hinar fegurstu oddbogadóm-
kirkjur, sem fylla hugann tilbeiðslu, fullkomnar bæði að
formi og list, með íburðarmiklum lislaverkum og mörg
hundruð ára gamalli helgi. En í engri þeirra liefi ég fundið
það, sem ég fann i litlu kirkjunni á Flugumýri, þar sem ég
sem barn drakk í mig kirkjuhelgina, og lilýddi á hinar
fyrstu guðsþjónustur, mér finst að slílc áhrif afsanni það,
að maður hafi ekki gagn af neinu öðru en því, sem hann
skilji. Á engum stað liefi ég fundið til slíkrar lotningar og
helgi sem einmitt í þessari sömu, litlu kirkju, og þegar talað
er um fánýti þess að sækja kirkjur, þá vil ég segja það, að
þrátt fyrir vanmátt prestanna og kirkjunnar lil að bæta
mannkynið og svala hinum dýpstu, andlegu þrám mann-
anna, þá á þó litla kix-kjan á Flugumýri, með sínum yfirlæt-
islausu og íburðarlausu guðsþjónustum, einliver þau ilök í
huga mínum, sem aldrei munu vei'ða þurkuð út, og minn-
ingarnar þaðan eru í þeim flokki endurminninga, seixi
einna bjartast er yfir, að íxiinsta kosti utan heimilis rníns.
Og ég sakna hennar enn þann dag í dag, þessarar gömlu,