Kirkjuritið - 01.12.1940, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.12.1940, Blaðsíða 40
362 K. Þ.: Kirkjurækni og helgihald. Nóv.—Des. Ekki veit ég, liver fyrstur reið á vaðið með helgidags- brotin, en ekki þarf nema einn gikk í hverja veiðistöð. Fór svo að lokum, að þegar einn sást róa, eirðu ekki hinir í landi. En á þeim sömu árum, sem helgidagaróðr- ar voru að verða tíðir, hrörnaði sjávarútvegur á þessum slóðum og lagðist að síðustu næstum þvi í rúst. Fyr á tímum leyfðist mönnum að róa til fiskjar í yfir- vofandi hungursneyð, en þó með því að skifta fátækum hlut. Helgidagaróðrar mæltust þó ætíð illa fyrir, eins og sést meðal annars á niðurlagi þessa erindis, sem eign- að er séra Hallgrími Péturssyni: Fiskiföng formenn sækja, fræðasöng minna rækja. Ágirnd röng reiknast ei til klækja. En þótt heyskapur og fiskiróður teldust til helgispjalla á hvíldardögum, nema í brýnustu þörf, mæltist þó fugla- dráp miklu ver fyrir. Enda voru þess mörg dæmi, að veiði gekk mönnum úr greipum á næsta yfirnáttúrlegan liátt. Eru margar sannar sögur um fái'ánlegar skyssur, sem lxafa lient menn við fugladráp á helgidögum. Hafa slíkar sögur styrkt fólkið í þeirri trú, að öllum heri skylda til þess að i-áða engu dýiá hana á helgidegi hvorki á jörðu, lofti eða legi. Það er fyrst eftir 1880 sem kirkjurækni og helgihald fer smátt og smátt að haggast úr sínum fornu og föstu skorðum. Svo var líka með ýmsa gamla kirkjusiði. Þá fer líka að slá fyrir kenningarþytum úr ýmsum áttum, sem blása nöprum anda á kirkjur og klerka. Átti sá andi meðal annars þátt í því, að útvortisguðsdýrkun var minna rækt en áður. Risu þá líka deilur um eldri trúarsetningar. En þrátt fyrir allan skoðanamun á trúaratriðum munu þeir íslendingar ]xó enn i miklum meiri liluta, sem eiga þá heitustu ósk í hjarta sinu, að heilög kirkja megi halda velli svo lengi sem þetta land byggist. Kristleifur Þorsteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað: 9. Tölublað (01.12.1940)
https://timarit.is/issue/308934

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

9. Tölublað (01.12.1940)

Aðgerðir: