Kirkjuritið - 01.12.1940, Blaðsíða 15
Kirkjuritið.
Frans frá Assísí.
337
um vilja þínum.“ Er hann bað svo, þótti honum sem
hann gæti ekki annað en horft starandi augum til Jesú.
Eitthvað undursamlegt gerðist i sál hans, og jafnframt
varð alt lieilagt umhverfis liann. Hinn krossfesti var
þar lifandi, og í kyrðinni heyrði hann milda rödd, sem
leið inn í instu djúp hjarta lians. Hann mælti til lians
á máli, sem engin tnnga fær talað. Jesús þáði fórn hans,
Jesús þáði vinnn hans, líf hans, veru hans, og einstæð-
ingurinn, sem áður var, laugaðist ljósi og krafti. Þessi
dularreynsla veitti Frans sigur í baráttu hans. Nú gat hann
sagt eins og Páll postuli: „Þó ekki framar ég, lieldur lifir
Kristur í mér“. Ilann spurði þegar, hvernig hann gæti
launað Kristi ást lians, og honuin þótti sem kapellan
lirörlega benti sér á svarið. Þar átti hann að byrja og
létta ekki fyr en hún væri orðin veglegt musteri Guðs.
Nokkuru síðar gengur hann inn í hæinn og ætlar að
hitta foreldra sína. Það voru þung spor fyrir inanna-
sjónum. Ekkert minti framar á glæsimennið, sem áður
var. Þar var kominn heiningamaður í staðinn, búinn
tötrnm. Börnin flyktust að honum frá götum og torgi,
æptu að honum, að hann væri vitfirringur, köstuðu grjóti
og óþverra og létu öllum illum látum. Faðir Frans heyrði
óhljóðih og vildi njóta þessarar nýstárlegu sjónar, en þá
var alt í einu nefnt nafn lians og hann sá, hvers kyns
var. Hann þaut á son sinn i ofsabræði, tók fyrir kverk-
ar honum og dró hann inn í hús sitt og flevgði honum
nær dauða en lífi í myrkraklefa. Þar var honnm haldið
um liríð í böndum og reynt að fá hann til að hætta við
áform sitt. En alt kom fyrir elcki. Og loks skar móðir
hans á böndin, þegar faðir lians var elcki heima, og hann
skundaði beint til kapellu sinnar. Þá krafði faðir lians
liann þeirra fjármuna, er liann hafði fengið honum, og
fór í mál við hann. Fyrir réttinum færði Frans honum
síðustu skildinga sína og fötin sín og mælti: „Hingað
til hefi ég kallað þennan mann föður minn, en nú þrái
ég að þjóna Guði. Því færi ég honum þessa fjármuni og