Kirkjuritið - 01.12.1942, Blaðsíða 11
Kirkjuritið.
Jólin komin.
Jólin eru komin með jólaljós frá hæðum.
Jesú, barnið góða, og frið á vora jörð.
Tökum því með gleði og trúarneistann glæðum,
tignum það og færum því lof og þakkargjörð.
Betlehems frá sauðahúsi bjartir geislar skína
beint frá jólastjörnunni í gegnum himins tjöld,
ennþá okkur mönnunum hún sendir birtu sína
sem hið fyrsta yndislega, bjarta jólakvöld,
þegar englar sungu um frið og fagrar stundir
og fæðing Jesú boðuðu, en umhverfis var hljótt,
og fjárhirðarnir vöktu um iðjugrænar grundir
og geisladýrðin tindraði um helga jólanótt.
Ó, sú líkn og miskunn og unaður og sæla,
yfir heim er breiddist þá Jesúbarni frá,
og trú á það við megum ekki láta kuldan kæla,
því Kristur er það bezta, sem jólin veitt oss fá.
Til allra nú brosir hans blíða náðarsólin,
er breiðir yfir alheiminn geisla kærleikans,
en stjarnan, sem að ljómaði svo Ijúft hin fyrstu jólin,
hún lýsir öllum veginn. er stefnir upp til hans.
Magnús Hallbjörnsson
frá Syðri-Skógum.