Kirkjuritið - 01.12.1942, Page 34

Kirkjuritið - 01.12.1942, Page 34
336 P. Wishaw: Nóv.-Des. höfuðið dapur í bragði, en fór þó að reyna að fullnægja þessari ósk mannsins. Sannleikurinn var sá, að hann hafði ekki borðað sig saddan í mörg ár, og var því ekki meira en hálfdrættingur að kröftum; en — sér til mestu furðu — fann hann þó, að hann gat borið meidda manninn, án mikilla erfiðismuna. „Þannig gefur góður drottinn styrk á tímum neyðarinnar, jafn- vel þeim, sem veikastir eru“, hugsaði presturinn með sér. En sjúklingurinn í fangi hans tók til máls, eins og hann svar- aði liugsuninni: „Ekki í vorum eigin- mætti megurn vér hrósa sigri, heldur einungis hans“. „Þú talar viturlega, sonur minn“, mælti prestur, og hann bætti við: „Maður gat naumast ætlað, að þú værir svo léttur, því að þú ert meðalmaður á vöxt; þó á ég hægt með að bera þig, og er það sönnun máli þínu; en, hérna er nú húsið mitt; ég ætla að leggja þig á rúmið mitt, og athuga meiðslin'". Sjúklingurinn var þakklátur, þó að hann mælti fátt. Hann dvaldi hálfan mánuð hjá prestinum, sem lét sér mjög ant um hann. Alian þann tíma gaf hann honum af mat sínum, sem þó var ekki til tvískifta. — Að þeim tíma liðnum þóttist gesturinn ferðafær. og' kvaddi. Hann var mjög þakklátur og bros hans, þegar hann kvaddi velgerðamann sinn, var eins og þegar sólargeisli brýzt í gegnum ský. „Þú hefir reynst mér góður vinur, faðir sæll“, sagði hann. „Eg hefi legið í rúminu þínu, en þú hefir orðið að liggja á stólum; þú hefir gengið svangur, af því ég hefi etið mat- inn þinn, — en, — þú hefir aldrei kvartað. — í staðinn get ég nú aðeins gefið þér þakklæti mitt og þetta litla rósatré. Vökv- aðu það um hádegið í dag, og mun það þá bráðum bera nóg blóm á altarið þitt“. Presturinn blessaði sinn nýja vin og fylgdi honum til dyra. Rósatréð set'ti hann í blómsturpott, sem hann fylti með mold. „Eg ætla að vökva það klukkan tólf“, sagði hann og hló, — „af því að aumingja Pierre óskaði þess, þó að ég geti nú ekki séð, að sá tími sé öðrum mætari“. Kl. 12 var faðir Montresor önnum kafinn að skíra barn. Eftir á mintist hann þess, að gestur hans hafði mælt með hádeginu sem bezta tíma til að vökva rósartréð, svo að hann vökvaði það með vatninu, sem hafði verið blessað, og not- að við skírnina. Það höfðu virzt vera aðeins fáir blómknappar á rósartrénu, þegar presturinn gróðursetti það; en þegar hann athugaði það næsta dag, varð hann frá sér numinn að sjá, að það var gersam- Iega þakið af dásamlcgum, útsprungnum rósum. Aldrei hafði liann séð jafn yndisleg blóm. Þar voru rauðar og hvítar þroskaðar Ijómandi rósir, sem glöddu augað, og fyltu loftið umhverfis

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.