Kirkjuritið - 01.12.1942, Síða 38

Kirkjuritið - 01.12.1942, Síða 38
340 P. Wishaw: Nóv.-Des. fram spítalaveggnum, og það mun seðja hungraða og græða sjúka lengi eftir að þú ert dáinn og grafinn“. „En biskupinn, — bisk- upinn! Þú heyrðir ekki, hvað hann bar inér á brýn“, sagði prest- urinn. En sýnin svaraði, að einn væri æðri öllum biskupum og sá mundi blessa rósina og starfsemi hennar. „Vökvaðu hana í dag, klukkan 3 á nóni“. Með þeim orðum hvarf sýnin. Svo að presturinn staulaðist heim til sín, úrvinda af þreytu, og gróðursetti rósina tafarlaust undir veggnum á sjúkraskýli sínu. Klukkan var nærri 3, og ekki dropi til af skírnarvatni. „Eg hefi gert mig sekan, bæði í heimsku og synd, að taka mark á draumum", andvarpaði presturinn. „Nú hefi ég drepið rósina, með því að flytja rótina úr stað, — og þá er spítalinn ininn úr sögunni“. En undarlegur atburður gerðist. Meðan hann stóð þarna þreyttur, og blés mæðinni, var klappað á handlegg- inn á honum. Það var mögur og þreytuleg kona með barn í fanginu. „Faðir“, sagði hún. „Eg er úrvinda af þreytu, og aðframkomin. Geturðu veitt mér húsaskjól, og eitthvað að borða? Ef ég dey, þá deyr barið mitt líka, en — hún er óskírð". „Nú veit ég fyrir víst* að herskarar himnanna eru mín megin“, hugsaði presturinn. Við konuna sagði hann: „Fyrst það, sem meira er um vert, en það er að skíra barnið; svo hið minna, sem er að veita þér og henni aðhlynningu í þessu koti, þar sem þú skalt hvíla þig og dveljast eins lengi og þú vilt. Svo að konan hrest- ist og barnið var skírt og fór vel fram. En rósartréð klifraði upp eftir skýlisveggnum, þangað til það, á einu eða tveimur árum huldi hann gersamlega; mestan tíma ársins þakið fegurstu blóm- um. Konan lærði hjúkrun og fórst það vel, því að blessun hvíldi yfir húsinu, jafnvel meiri cn menn grunaði, og voru færðir þang- að sjúklingar úr öllum áttum, því að það orð lék á, að sérstök hylli verndarvættanna hvíldi yfir stofnuninni. Jafnvel eftir að gamli presturinn dó, hélt spítalinn hans áfram líkarstarfsemi sinni, því að aldrei brást aflgjafi hans, rósartréð, og blóm þess héldu framvegis sínu eigin sérstaka gildi á blómatorginu. Stundum gaf litla stúlkan hnapp eða blóm einhverjum, sem fram hjá gekk, og þó að viðtakandi vissi ekki af því, þá fylgdi jafnan sérstök blessun blóminu. Ef yngismær fékk það, þá kom máske með því ást þess, sem hún þráði. Mæðrum færði það einnig heill, sneri ef til vill barni hennar til betri vegar, sem hafði vilst af réttri leið. — Allir, sem eignuðust blóm af þessari undrarós, fengu með því uppfyllingu óska sinna. Þó gat hvorki barnið, sem gaf, eða hinn hamingjusami, sem hlaut blómið, vitað, hvernig lá í hinni leyndardómsfullu blessun, sem bjó í rósartrénu prestsins.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.