Kirkjuritið - 01.12.1942, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.12.1942, Blaðsíða 36
338 P. Wishaw: Nóv.-Des. skýlinu miðaði vel áfram, þar til það var fullgert að utan — þak og veggir. Þá var byrjað að setja niður rúm, og annað sem þurfti innan- stokks; — og bráðlega, — rétt þegar vantaði viku upp á árið frá þeim degi, sem presturinn eignaðist rósatréð, þá stóð Iíknar- stofnunin þar algjör, fögur og fullkomin, í sinni röð. „Húsið verður opnað til afnota á Dýradag“, sagði presturinn. „Biskupinn hefir skrifað og tilkynt mér, að hann yrði þá við- staddur; já, hann skal sjá árangurinn af starfi mínu, Guði til vegsemdar, og fátæklingum hans til blessunar1-. Þessu næst beindist athygli hans að því, hve messuklæði hans voru orðin fornfáleg, og óhæf með öllu fyrir hina helgu athöfn, sem í vændum var. Hann mundi fyrirverða sig, ef biskupinn og önnur stórmenni sæju hann í þeim. Það var sök sér að nota þau hversdagslega, þegar ekki voru viðstaddir nema fátækir þorps- búarnir; — en núna, mikil ósköp! — Auðvitað varð hann að fá sér nýjan messuskrúða, fyrir hina miklu athöfn. En, — hamingj- an góða. Pyngjan hans var tóm. Einkatekjur hans náðu ekki lengra nú en í gamla daga, — þrátt fyrir skerfinn til spítalasjóðsims. Ef nokkuð var, þá var hann jafnvel enn fátækari en áður, því að í trausti til velgengi sinnar á aðra hönd, þá hafði hann eytt tekj- um sínum helzt til hvatvíslega á hinn bóginn, — gleymandi því, að persónulega hafði hann engan veginn auðgast á blómasölunni. „Ég verð að nota rósapeningana eina viku“, ákvað hann. „ií sjálfu sér þarfnast ég messuklæðanna vegna spítalans; það þarf að verða hátíðleg húsgerðarveizla, þegar hann er opnaður til af- nota, og þá verð ég þó að vera þokkalega til fara. Því er ekki nema réttmætt að færa þann kostnað á spítalareikninginn“. En honum til skelfingar, brá svo við þennan dag, að litla rósin bar aðeins fáein vesældarleg blóm og næsta dag varla neitt. Prest- urinn athugaði hana í örvæntingu. Hún hafði aldrei brugðist áður. Það var ögn af skírnarvatni eftir í skálinni, sem hunn geymdi það í, og helti hann því nú varlega gegnum síu yfir plöntuna; en þá var eins og færi kuldahrollur um litla rósartréð, og þeir fáu blómknappar, sem voru á því áður, visnuðu nú á augabragði og dóu. Þá opnuðust augu prestsins og hann hrópaði: „Ég hefi syndgað, — ég er ranglátur ráðsmaður“. — Og hann fór með nýju messu- klæðin, sem hann hafði keypt, til búðarmannsins, sem seldi þau. „Þú verður að taka við þeim aftur“, sagði hann, „því að ég hefi enga peninga til að borga þau með“. Þá fór hann heim, og baðst fyrir, og innan tveggja daga stóð rósatréð einu sinni enn í fullum blóma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.