Kirkjuritið - 01.12.1942, Side 33

Kirkjuritið - 01.12.1942, Side 33
Kirkjuritið. P. Wishaw: Rósin prestsins. Frú Þórunn Richardsdóttir Sívertsen, húsfreyja að Höi'n í Borgarfirði, sem sendi Kirkjuritinu þessa sögu i þýo'ingu sinni í jólaheftið, varð áttræð 4. þ. m. Fyrir tveimur ár- um skrifaði hún í ritið jólaminningar, er vöktu athygli margra. Frú Þórunn er hinn mesti vinur kristni og kirkju, gáfukona og prýði- lega ritfær. I. Faðir Montresor, sóknarprestur í fátæka litla sveitaþorpinu Belmont í Brittaniu, var á gangi eftir heitri, rykugri götunni, heim að afskektu koti, mílu vegar frá heimili hans; hann var að vitja um sjúkan mann. Presturinn var að brjóta heilann um fá- tækt sína, en ekki var það í eiginhagsmuna skyni. „Hefði ég nú ofurlitlar árstekjur“, hugsaði hann, „umfram þetta lítilræði, sem ég verð að lifa af, þá gæti ég gert meira gott en ég gjöri; t. d. gæti ég þá fært veslings piltinum honum Bagrelle nærandi súpu og máske eina flösku af góðu víni, í körfunni þeirri arna, sem honum, því miður, kæmi sjálfsagt að meiri notum en þetta innantóma orðagjálfur mitt, um þolinmæði og þrautseigju í þjáningum hans, — annað get ég ekki fært honum“. „Svo er nú blessað altarið í sjálfri kirkjunni. Innan fárra vikna er Dýradagshátíðin, og drottinn sjálfur má vita, hvaðan ég fæ blóm til að skreyta það með“. „Mikið flón og syndaselur get ég verið“, hugsaði hann bráðum aftur. „Ef Guð krcfðist meira af mér en þessa vesæla prestsem- bættis, mundi hann þá ekki bera sjálfum sér vitni á sínum tíma?“ Þegar hér var komið hugleiðingum prestsins, hrökk hann við og stanzaði. Tötralegur maður lá hálfur niðri í og hálfur upp úr síkinu með fram veginum, stynjandi af sársauka, og baff um hjálp. Presturinn laut niður að vesalings manninum. „Hefir þú meitt þig, vinur minn“, spurði hann, „Eða er þér ilt?“ „Það er fóturinn á mér, faðir góður“, sagði maðurinn. „Ég held, að ég hafi brotið öklabeinið“. Presturinn athugaði sjúklinginn og fann, að það var eins og hann sagði. „Vertu hughraustur sonur minn“, sagði hann „Ég skal hjálpa þér heim til mín, eins vel og ég get. Sjáðu, nú lyfti ég þér upp, — þolirðu þetta?“ Maðurinn kvenikaði sér, og kvaðst ómögulega geta staðið, sárs- aukinn væri svo mikill. „Taktu mig í fang þér, faðir“, stakk hann upp á, „þú munt finna, að ég er ekki þungur“. Presturinn, — sem alls ekki var neitt tröll að burðum, — hristi

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.