Kirkjuritið - 01.12.1942, Blaðsíða 41
Kirkjuritið.
Stefán prófastur Björnsson.
343
útivist. Tók liann nú prestsvígslu til þessa safnaðar 3.
október 1915, og var vígður af Þórhalli biskupi.
Ekki varð séra Stefán lengi prestur á Fáskrúðsfirði.
Þegar Hólmar losnuðu við fráfall séra Árna Jónssonar,
sótti hann um þá og flutti þangað 1916. Síðan hefir ekki
verið utanþjóðkirkjusöfnuður á Fáskrúðsfirði. Hefir
orðið reyndin sú, að í fámenni íslenzkra bygða er óhjá-
kvæmilegt, að kirkjan sé ein og ósundruð.
Hólmaprestakalli þjónaði séra Stefán til dauðadags,
en átti hin síðari ár heima á Eskifirði, enda hefir kirkj-
an verið flutt frá Hóhnum. Þau ár, sem þau hjónin
hjuggu á Hólmum, sátu þau jörðina með sóma. Séra
Stefán var ágætur búmaður, og þótt hann væri skyldu-
rækinn embættismaður og stundaði prestsstörf sin með
reglusemi, tók hann þátt í allri vinnu með vinnumönn-
um sínum. Hann var óvenjulega hagsýnn maður, með
góða fjármálahæfileika. Fólk, sem dvaldi á heimili
þeirra séra Stefáns og frú Helgu, lét vel af framkomu
þeirra. Unglinga, sem þar var komið fyrir, stiuldu þau
með ráðum og dáð og hjálpuðu þeim til þess að komast
til manns. Meðal nágrannanna voru þau vinsæl. A hæ
einum í nágrenninu er ungur maður, sein legið hefir
rúmfastur árum saman. Aldrei fór prestur svo um, að
hann kæmi ekki til jiessa manns, ræddi við hann stund-
arkorn, og oft sendi hann honum bækur og blöð til
lestrar. Fleiri dæmi veit ég um hugulsemi hans við ná-
grannana, enda mátu þeir hans mikils.
Þau ár, sem ég var nágrannaprestur séra Stefáns,
áttum við all-oft tal saman, þó að ekki hittumst við svo
oft, að af mjög nánum kunningsskap gæti orðið. Hann
var prúður og höfðinglegur i framkomu, myndarlegur
á velli, hár maður vexti og bar sig vel. Viðmót hans var
glaðlegt og hýrt. I umræðiun um menn og málefni virt-
ist mér hann sanngjarn og öfgalaus. Fremur taldi hann
sig til hinna ihaldssamari i trúarefnum, en var frjáls-
Ivndur í viðhorfi sinu gagnvart nýjum stefnum. Fg