Kirkjuritið - 01.12.1942, Blaðsíða 44

Kirkjuritið - 01.12.1942, Blaðsíða 44
Þorst. Björnsson: Nóv.-Des. 346 minsta kosti, nokkur missir. Nú eru allir álfhólar og hulduklettar komnir í eyði. „Flúinn er dvergur, dáin hamratröll". Hin lágvaxna, skrítna þjóð grefur ekki lengur gull fyrir fátækan lýð né veitir l'.onum haganlega gerða smíðisgripi. Og hvort skyldu margir njóta tröllatrygðar nú orðið? Þessi heimur frjórrar ímyndunar hefir nú þokað fyrir morgunbirtu vísindalegrar þekkingar. I rökkursölum þessarar hlutbundnu veraldar, þar sem góðar dísir og Ijósálfar á'ttu ríkjum að ráða, fær nú enginn kengboginn erfiðismaður að rétta úr baki sínu framar. Ætli ekki fleirum en mér finnist hálft í hvoru fyrir því, að þessi dularheimur skuli vera horfinn, er hafði að geyma svo margt! barnslegt, skrítið og æfintýralegt. Og við frásagnir þaðan hefir þjóð vor líka unað sér margt skammdegiskvöld. Hún hefir búið sumar þeirra tignar- klæðum þess máls, sem reynzt hefir henni „hjartaskjól, þegar burt var sólin“. Þær sögur munu því tæplega fyrnast, meðan tungan er við lýði, þótt sá jarðvegur, er þær eitt sinn spruttu úr. kunni að vera fokinn burt í gusti nýrrar þekkingar og vísinda. Fjarri er það mér að vilja nokkuð sakafst um það við þau. í raun og veru ættum vér ekki að þurfa að búa oss til kynjamyndir til uppbótar veruleikanum nú á dögum. Hann hefir vissulega miklu meira að bjóða oss en feður vorir áttu kost á. Og þökk sé vísindum og tækni fyrir það. Nú þarf aldrei framar nein falleg húsfreyja að fá skessu til að vefa fyrir sig vaðmál né nokkur maður að leita til dverga um smíði góðra gripa. Nú hafa menn eða eiga kost á miklu stórvirkari tækjum en tröllum til að létta sér. vinnu. Véltækni nútímans tekur í raunveruleika langt fram allri dvergasmíð ímyndunar liðins tíma. Allvel megum vér því una vor- um hag, hvað þetta snertir. En það, sem ég vildi taka fram í þessu sambandi og leggja á ríka áherzlu, er þetta: Vörumst að verða vélræn hið innra með oss. Þjóðsagnavættirnar urðu stundum frek- ar í launakröfum sinum, er þær gengu í vist hjá fólki. Heimtuðu þær jafnvel húsbóndann sjálfan eða sál hans í'kaup. Og þær tóku sitt kaup, ef sá, er við þær átti, var ekki nógu kunnáttusamur eða mikill Guðs maður. Gæti ekki eitthvað svipað gerst, ef þess er ei gætt að nota rétt þann mikla kraft, sem véltæknin hefir upp á að bjóða. Ef vér missum að fullu sjónar á því siðalögmáli og þeim sann- indum, er margar þessar sögur búa yfir, höfum vér að vissu leyti beðið tjón á sálinni. I þeim er nefnilega snar þáttur þess, sem kall- að er þjóðarsál. Enda hefir þjóðin, að minsta kosti á sínum tíma, fundið, að þar er falinn „langra kvelda jólaeldur“. En þótt þetta kunni nú að vera gleymt og grafið í hugum flestra nema eldgamalla manna og grúskara, er þó enn til ein nótt, er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.