Kirkjuritið - 01.12.1942, Blaðsíða 14
316
Sigurgeir Sigurðsson:
Nóv.-Des.
stuttu stund. En mig langar þó til að gera tilraun til að
rifja upp helztu drættina í hans sterku og svipmiklu
mynd, eins og' Jiún kemur mér fyrir sjónir i lifsstarfi
lians, og eins og ég sé hann í skuggsjá islenzkrar kristni-
sögu og í orðum þeirra manna, sem bezt liafa kynt sér
iíf Iians og starf og mest liafa um hann ritað. — Um
fæðingardag Guðbrandar Þorlákssonar greina heimild-
ir ekki, og raunar er ekki heldur örugg vissa um fæð-
ingarárið. Þó ætla menn, að sanni næst sé, að hann sé
fæddur árið 1542 að Staðarbakka í Miðfirði, og er þar
fylgt heimild séra Arngrims Jónssonar. Hinsvegar þykja
eftirmæli, er séra Magnús Ólafsson rektor á Hólum orti
um Guðbrand biskup, benda til, að liann muni hafa
fæðst að Stað í Hrútafirði. Þar segir:
„Fæðing' hlaut í firði veðra
framsveitis, þar Staður heitir“.
Sé svo, þá mun hann hafa fæðst ári fyrr, eða 1541.
— Um þetta má sjálfsagt deila fram og aftur. Skiftir i
raun og veru ekki miklu máli, hvort er, en sammála er
ég dr Páli Eggert Ólasyni, sem mest og bezt hefir ritað
og grafið til heimilda um Guðbrand, að þungt sé á met-
unum það, er séra Arngrímur heldur fram um þessi
efni.
Foreldrar Guðbrands biskups voru séra Þorlákur
Hallgrímsson, Sveinbjarnarsonar prófasts i Múla Þórð-
arsonar, — og Helga .lónsdóttir. En hún var dóttir Jóns
Sigmundssonar lögmanns. Voru þau hjón, séra Þorlák-
ur og; Helga, gift af fyrirrennara Guðbrands biskups á
Hólastóli, Ólafi biskupi Hjaltasyni, að Stað í Hrútafirði
8. sept. 1555. —
Bernskuár Guðbrands liafa án efa verið með líkum
svi]) og annara islenzkra drengja i þá daga. Þegar hann
komst á legg og' honum gafst þroski og afl, fór hann að
taka þátt í algengum sveitastörfum, þeim, er drengjum
á hans reki voru ætluð, fjárgæzlu og ýmsum viðvikum
heima fyrir, er smávægileg og léttvæg þóttu fullgildum