Kirkjuritið - 01.12.1942, Blaðsíða 39
Kirkjuritið.
Séra Stefán prófastur Björnsson.
In memoriam.
Það fyrsta, sem ég man
eftir séra Stefáni Björns-
syni, er mjög óljóst, og
þó er eitt smáatvik, sem
varð mér svo minnisstætt,
að það hefir aldrei
gleymst mér. Ég var þá
barn heima hjá foreldr-
um mínum á Djúpavogi.
Það voru komnir gestir,
— prestshjón, sem höfðu
átt heima alla leið vestur
í Ameríku. Og þessi hjón
sögðu foreldrum mínum
frá því, að á sérstökum
stað í stofunni sinni liefðu
þau haft íslenzkt flagg. En það, sem meitlaðist inn i huga
minn, var lotningin og hin hlýja viðkvæmni, sem lýsti
sér i orðum þeirra, þegar þau voru að segja frá þessu.
Ég var þó oflítill til þess að skilja, að þarna var ég að
komast i fyrsta sinni í kynni við þá tilfinningu, sem er
driffjöðrin i athöfnum Vestur-íslendinga, en um leið
það aflið, sem knýr fjölda þeirra aftur heim. I þetta
sinn voru það séra Stefán og kona lians, sem komu heim
eftir langa útivist. Það hefir verið rikt i íslendingum
frá því á landnámstíð að fara utan, i einhvers konar
viking, og koma síðan aftur heim til átthaganna. En
átthagar séra Stefáns voru á Austurlandi. Hann fæddist
á Kolfreyjustað, þar sem móðurafi lians varð prestur,