Kirkjuritið - 01.12.1942, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.12.1942, Blaðsíða 23
Kirkjuritið. 400 ára minning Guðbr. Hólab. 325 að gefa út hina fyrstu messusöngsbók fyrir evangeliska kristni landsins — eða „Grallarann“; eins og hún jafnan er nefnd. Kom hann út 1594. Sjálfur hefir Guðhrandur biskup þó, ef til vill, ekki verið lærður maður á sviði sönglistar, og bendir til þess það, að liann lætur Odd hiskup Einarsson rita formála Grallarans. — í Grallar- anum er alt hið sönglega, er við kemur messuflutningi, prentað, tíðasöngur, tón prestsins og safnaðarsvörin. Er þar allmikið um latinusöng, og hélzt hann enn lengi inn- an kirkjunnar hér á landi. Guðbrandi hiskupi var ekki vel við rímurnar, eins og kunnugt er. Hann taldi þær ekki leiðina til sálarheilla, eins og þær voru úr garði gerðar i þá dag'a. Hann var ekki maður skemtananna,.en barðisl geg'n fánýtri tízku þeirra daga og allri léttúð. Rímurnar voru, að hans dómi, of léttúðugar. Hann hafði vonað, að sálmabókin myndi útrýma þeim. Það varð ekki. Þá tók hann upp annað ráð. Hann gaf út Vísnabók sina, kristilega að efni og anda, gömul kaþólsk kvæði, sem ekki stríddu i mót lúterskum anda, helgikvæði o. fl. Þar var Lilja Eysteins prentuð fyrsta sinni, þó alt felt niður úr henni, sem bisk- upi þótti kaþólskt um of. — En þetta stoðaði ekki heldur. Rimurnar lifðu, kynslóðin kunni því ekki, að á gleðina væri skygt. Sennilega hefir óvild biskups á rimnakveð- skapnum og sögunum ekki náð til hinna eiginlegu ís- lendingasagna. En sjálfur var biskup alveg frábitinn öllum gáska og ætlaðist beinlínis til þess, að aðrir væru eins. Þó hélt hann stundum veizlur miklar. A Hólum var einnig hin mesta rausn og höfðingskap- ur, er á þurfti að halda. Auk þeirra bóka, er ég áður nefndi og Guðbrandur biskup gaf út, var fjöldi annara, sem ástæða hefði verið að nefna, en ekki vinst tími til, en þær merkustu hvgg ég vera Húspostillu hans og Bænabók, Lífsveginn eftir Niels Henningsen, er hann þýddi, Katekismus eftir Pét- ur Palladius, Sumaria yfir Nýja testamentið eftir Yitus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.