Kirkjuritið - 01.12.1942, Side 15

Kirkjuritið - 01.12.1942, Side 15
Kirkjuritið. 400 ára minning Guðbr. Hólab. 317 mönnum. Uppvaxtarár sín, hin fyrstu, dvaldi hann með foreldrum sínum að Staðarliakka, og eftir að séra Þor- lákur faðir hans varð prestur að Þingeyraklaustri, dvaldi Guðbrandur þar um hríð ásamt honum. Þeg'ar að því leið, að Guðbrandur kæmist á námsárin, gerðist sá merki atburður, að skóli var settur á stofn á Hólum, árið 1552. Var það g'jört fyrir atbeina Ólafs biskups Hjaltasonar, og hugðu Norðlendingar, þ'eir, er lærdómi og þekkingu unnu, auðvitað gott til þessa. Ákvað séra Þorlákur að senda Guðbrand son sinn til skólavistar og náms að Ilólum. Var hann þá enn ungur mjög, aðeins 11 ára gamall. Leit Guðbrandur sjálfur svo á, að liann vegna æsku sinnar hafi skorl þroska til skólanámsins í fyrstu, að minnið hafi verið dauft, þótt skilningur hans og greind liafi verið í góðu lag'i. Skóla- tíminn var 6 ár, og mun latínukensla hafa verið mikil. Var svo tii ætlast, eftir kirkjufyrirskipan Kristjáns kon- ungs III., sem vafalaust hefir verið tekið mikið tillil til á Hólum, að skólapiltar á síðari námsárum sínum bæði töluðu og rituðu latneska tungu. Guðfræðileg mentun var sett öllu ofar. Að vísu er lærdómur Guðbrands bisk- ups ekki hin rétta mynd af því, sem skólinn áorkaði i kenslu og fræðslu, því að Guðbrandur biskup átli þess kost að sitja við lærdómsbrunna erlendis og jók mikið við þekkingu sína og fróðleik. Þó er það vísbending um, hve lærður hann var, er hann eftir 6 ára nám í Hólaskóla útskrifast þaðan árið 1559, að hann litlu síðar verður kennari við skólann. Það var að vísu ekki nema um stundarsakir, sem hann var þar við kenslu- störfin, því ári síðar fer hann utan í því skyni, að leita sér víðtækari þekkingar og' framast á annan hátt. Næstu árin dvelst liann við Kaupmannahafnarháskóla og stundar þar nám af mikilli elju. 1 fjögur ár dvelur hann þar, aflar sér mikils lærdóms, kynnist kirkjulegu lifi og starfi í Danmörku og kynnist jafnframt mörgum ágætum, lærðum mönniun, sem síðar urðu tryggir vinir

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.