Kirkjuritið - 01.12.1942, Síða 58

Kirkjuritið - 01.12.1942, Síða 58
Nóv.-Deii. Fjögra alda minningarhátíð Guðbr. biskups haldin á Hólum í Hjaltadal 1. nóv. 1942. Hátiðin hófst með guðsþjónustu í Hóladómkirkju. Þegar kl. var 1 e. m., var gengið í skrúðgöngu til dómkirkjunnar. í skrúðgöngunni tóku þátt viðstaddir prestar og prófastur Skaga- fjarðar, sýslumaður, alþingismenn héraðsins og viðstaddir safn- aðarfulltrúar og sýslunefndarmenn. Þá hófst guðsþjónustan, þjón- aði sóknarpresturinn, séra Björn Björnsson, fyrir altari, cn prófastur sté í stólinn og lagði út af Mark 1.14. Fyrir prédikun voru sungnir sálmarnir 420, 132 og 104. A meðan á prédikuninni stóð, stóðu 2 menn heiðursvörð við gröf Guðbrands biskups. Eftir prédikun var sunginn sálmurinn 305. Þá flutti sóknarpresturinn á Sauðárkróki, séra Helgi Konráðs- son, mjög fróðlegt og snjalt erindi um Guðbrand biskup. I lok erindis hans las prófastur upp eftirfarandi símskeyti frá kirkjumálaráðherra: „Þakka þér boð til okkar hjónanna, að vera viðstödd Guðbrandarhátíðina á Hólum. Því miður ekki hægt. Berðu kæra kveðju og óskir, að Guðbrandur Hólabiskup, hinn mikli höfðingi um þetta land, hinn mikilsvirki guðsorðselskari og hinn auðmjúki Jesú Krists syndari, megi vera einn af þeim hátindum Islands, er þjóð vor hefir að leiðarvísi á siglingunni um hættusvæði nútímans. Gæti vor allra Guð“. Þá las Eyþór Stefánsson, organisti á Sauðárkróki, upp hið fagra kvæði Matthíasar — Guðbrandur Þorláksson, og vakti upp- lestur hans óblandna hrifningu. Síðast var sunginn sálmurinn 638, og stóðu allir á meðan. Þá var gengið úr kirkjunni og sezt að kaffidrykkju, sem ríkis- stjórn íslands og sýslunefnd Skagafjarðar stóðu í félagi að. Kaffidrykkjan hófst með því, að prófastur bauð gestina vel- komna f. h. ríkisstjórnarinnar og gaf síðan sýslumanni orðið. Sýslumaðurinn ávarpaði síðan samkomugestina með snjallri ræðu og í ræðulok bar hann fram áskorun til þingmanna Skag- firðinga, um að þeír beittu sér fyrir því, að sérstakt dómkirkju- prestsembætti yrði stofnað á Hólum. Var sú tillaga samþykt með öllum greiddum atkvæðum.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.