Kirkjuritið - 01.12.1942, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.12.1942, Blaðsíða 37
Kirk.juritift’. Rósin prestsins. 339 Biskupinn kom, þegar sjúkrahúsið var vígt. Honum fanst ekki til um, þegar hann sá prestinn í hinum útslitnit messuklæðum. „Þú ert nú orðinn efnaður maður, bróðir“, sagði hann, „þú hefðir átt að verja nokkurum frönkum til að klæða þig sómasamlega í þjónustu drottins. Eg hefi heyrt, að þú værir óvenjulaginn á að rækta blóm á sölutorgið; varastu að vanrækja það, sem alvarlegra er, samkvæmt köllun þinni“. Faðir Montresor roðnaði af blygðun, en hann sagði ekki neitt. III. Að skilnaði sagði biskupinn: „Það var fallega gjört af þér, bróðir, að reisa þessa litlu líknarstofnun, og ég hefi sýnt vel- þóknun mína með því að vera hér viðstaddur í dag, en nú þegar öllu er lokið, þá get ég sagt þér það, að ýmsar sögur eru sagðar út á við um prestinn, sem vanrækir skyldustörf sín, fyrir hjá- verk í hagsmunaskyni; og ennfremur er það vítavert af presti að auvirða sig með því að verzla með garðávexti. Minstu þess sem ég hefi sagt, og breyttu samkvæmt því, sem samvizka þín segir þér“. Þetta kom eins og reiðarslag yfir blessaðan prestinn. Allur heimurinn, þ. e. a. s. hvert mannsbarn í prestakallinu, vissi það vel, að faðir Montresor hafði aldrei vanrækt skyldustörf sín; hvorki menn eða málefni höfðu dregið athygli hans frá þeim. En orð biskupsins höfðu þó ýft skap hans, svo að hann gekk yfir til borgarinnar til að finna blómasalann, sem var vanur að kaupa af honum rósirnar. Erindið var að spyrja um, hvaða verð myndi fást fyrir rósar- tréð, ef það væri selt með öllu saman. „Ég má ekki lengur selja af því blómin“, hugsaði hann, „en spítalinn má til að starfa; engin hjúkrunarkona er ráðin, og ekkert fé til að kaupa fyrir meðöl né matvæli handa sjúklingunum, — tréð verður að seljast". Kaupmaðurinn varð frá sér numinn af gleði, þegar hann heyrði, að hið dásamlega rósartré væri til sölu. „Ég vil greiða yður 2000 franka fyrir það“, sagði hann, ,,og ef tréð reynist eins arðberandi og ég býst við, þá lofa ég ennfremur að gefa sjúkraskýlinu árlega 200 franka“. „Ég ætla að hugsa mig um, og læt yður seinna vita ákvörðun mína“, sagði presturinn dapur í bragði og fór leiðar sinnar. Það var nokkurra mílna vegur til borgarinnar og hiti mik'ill. Presturinn var orðinn þreyttur, og settist niður til að hvíla sig. Hann féll í svefn, og í svefninum birtist honum sá, sem hafði gefið honum rósatréð og bað hann fyrir alla muni að selja það ekki af hendi. „Þú skalt gróðursetja það“, sagði hann, „með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.