Kirkjuritið - 01.12.1942, Blaðsíða 61
Kirk.juritið.
Fréttir.
363
Kosning í kirkjuráö.
Kjörseðlar við kosningu i kirkjuráð til næstu fimm ára voru
lesnir í skrifstofu biskuþs 4. nóv. Hlutu þessir kosningu: Gísb
Sveinsson sýslumaður og Matthias Þórðarson þjóðminjavörður,
kjörnir af héraðsfundum, séra Þorsteinn Briem prófastur og Ás-
mundur Guðmundsson prófessor, kosnir af andlegrar stéttar
mönnum einum saman. Allir voru þessir menn endurkjörnir nema
Matthías Þórðarson, en liann liefir þó áður setið i kirkjuráði,
fyrsta kjörtímabilið. Biskup er sjálfkjörinn forseti ráðsins.
Fyrstu fundir þessa nýkosna kirkjuráðs voru haldnir 25.^—
2fi. nóv.
Kurt Zier,
kennari við Handíðaskólann, hefir fíutt á vegum Guðfræðideild-
ar 4 erindi um list og trú, einkum kirkjulist Miðalda. Frindi
liessi hafa verð' mjög fróðleg og ágætlega sótt. Kurt Zier mælir
vel á islenzka tungu.
Nemendur í guðfræðideild Háskólans.
Þessir 25 stúdentar eru nú í guðfræðideild: 1. Andrés Olafs-
son. 2. Bjartmar Kristjánsson. 3. Guðmundur Guðmundsson. 4.
Guðmundur Sveinsson. 5. Gunnar Gislason. 6. Hildnr Sívertsen.
7. Jóhann HJíðar. 8. Jón Árni Sigurðsson. 9. Jón Árnason. 10.
Jón Sigurðsson. 11. Jósep Gunnarsson. 12. Kristinn Hóseasson.
13. Lárus Halldórsson. 14. Leó Júlíusson. 15. Pétur Sigurgeirs-
son. 16. Robert Jack. 17. Sigmar Torfason. 18. Sig.urður Guð-
mundsson. 19. Sigurður M. Kristjánsson. 20. Sigurður Péturs-
son. 21. Stefán Eggerlsson. 22. Sveinbjörn Sveinbjörnsson. 23.
Sverrir Sverrisson. 24. Trausti Pétursson. 25. Yngvi Þórir Árna-
son.
Séra Óskar J. Þorláksson
hefir skrifað fyrir börn sögurnar í Nýja testamentinu um bernsku
Jesú og æsku. Mun „Leiftur“ gefa út og vanda sem mest frágang
allan. Litmyndir verða i bókinni.
Séra Friðrik Hallgrímsson dómprófastur
heldur sífelt áfram að rita sögur fyrir börn og vinnur með þvi
mjög þarft og gott verk. Síðasta barnabók hans, sem kom út á
pessu ári, nefnist „Guðvin góði og aðrar sögur“. Er hún vel fali-
in til þess, að menn gefi hana börnum nú um jólin. í bókinni
eru failegar myndir, sem Halldór Pétursson hefir dregið.
Þakkarávarp.
Mýrakirkja i Dýrafirði hefir átt þvi láni að fagna, að margir
einstaklingar í sókn hennar og víðar hafa undanfarin ár styrkt