Kirkjuritið - 01.12.1942, Side 51

Kirkjuritið - 01.12.1942, Side 51
Kirkjuritið. Kristur og þjóðmálin. 353 Þó eru á vorum tímum til menri, sem virðast trúa því, að einveldi eða lýðræði geti gjört þjóðirnar farsælar, ef ákveðnum, augljösum göllum verði rutt úr vegi. Það eru til einstakir menn og flokkar eða samtök manna, sem heita áhrifum sínum og valdi í þá átt, sem er til tjóns fyrir þjóðfélagið. Og þessir menn og samtök hafa mikil áhrif vegna valda, auðæfa eða dugnaðar. Það er í þessu sambandi talað um böl og ranglæti auðvaldsfyrirkomu- lagsins. Þeir eru æðimargir, sem þrá umbætur á göllunum og bölinu, og vilja vinna að þeim. En menn eru ekki sam- mála um aðferðina. Sumir vilja breyta öllu í skjótri svipan. Þeir vilja kollvarpa öllu ríkjandi skipulagi og setja annað nýtt, með byltingu. Það er nú vitanlega ekki ætlun mín, að fara út í stjórn- mál, eins og það er alment skilið, og mun ég því leiða alveg lijá mér, að athuga skoðanir og röksemdafærslu hinna ýmsu stefna í þessum málum. En það er eitt at- riði í þessu sambandi, sem vert er að minnast á, og sem ég vil gjöra hér að umtalsefni, með fáum orðum. Ýmsir þeir, sem lilyntir eru byltingu og vilja vinna að henni, munu segja eittbvað á þessa leið við oss kristna menn: Þér ættuð að vera hlyntir byltingu, og ykkur ferst að minsta kosti ekki að vera henni andvígir, því ari Kristur var sjálfur róttækur byltingamaður, sem vildi gjörbreyta einstaklingslífi og' þjóðlífi samtíðar sinnar. Sumir þessara manna segja þetta ef til vill í góðn trú, sem kallað er, en sumir ekki, eins og gengur. Efnis- hyggjumeiinirnir meðal byltingamannanna tala þannig í þeim tilgangi, að sýna fram á, að Kristur hafi ekki verið gjörólíkur öðrum mönnum, heldur íriegi skipa honum á bekk með þeim umbótamönnum, sem vilja bæta úr böli þjóðlífsins og efla almenningsheill, með gjörbreytingu, og enda með byltingum, eins og' þær eru venjulega framkvæmdar. Þeir segja sem svo, að kenn- ing hans hafi miðað að gjörbreytingu, og enda byltingu.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.