Kirkjuritið - 01.10.1943, Blaðsíða 3

Kirkjuritið - 01.10.1943, Blaðsíða 3
Kirkjuritið Tvær vísur eftir Guðmund skáld Friðjónsson. Tjaldað til einnarnætur. Aður en ég til einnar tjalda, einnar nætur í þagnar dal, vil ég ná í aldir alda, eiga við þær hugðar tal. Eigi þýðir í móinn malda, manni, er á að hniga í val. Þá fer vel, ef aldir alda á mig tvlla nestismal. Andvarp á sóttarsæng. Ásjár þig ég einan bið: Áttaviti ótal manna — upplendinga, er vilja kanna brattans mikla bjarmahlið. Þú ert hald og þú ert traust þeirra, er ráfa um þvera móa þeirra líka, er barning róa, vilja koma nökkva í naust — sínum fúna nökkva í naust.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.