Kirkjuritið - 01.10.1943, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.10.1943, Blaðsíða 15
Kirkjuritið Prestastefnan 1943. 277 um, bæði ástvinum þeirra og ættingjum, svo og söfnuðum þeim, þar sem þær unnu lífsstarf. sitt. Kirkjan þakkar þeim. Vér vott- um þeim virðingu vora og rísum úr sætum með samúð og þökk í huga. Breytingar á starfsliði innan stéttarinnar liafa ekki orðið miklar á synódusárinu. Séra Eiríkur Helgason í Bjarnanesi sagði af sér embætti á síðastliðnu sumri og dvaldi bér í Reykjavík sl. vetur við skrif- stofustörf. En meginþorri safnaðarins óskaði þess, að bann sækti um prestakallið aftur, og varð bann við þeim óskum. Hefir liann fengið veitingu fyrir Bjarnanesprestakalli frá fardögum i ár, samkvæmt lögmætri kosningu safnaðarins. Séra Jens Benediktsson, er var settur prestur í Hvammspresta- kalli í Laxárdal á sl. ári og tók prestvígslu 23. ágúst, sagði em- bættinu lausu eftir stutta stund og fékk lausn frá 1. nóv. s. á. Vonandi tekur bann aftur embætti innan kirkjunnar áður en langt um líður. Eftir fráfall séra Páls Hjaltalíns prófasts i Norður-Þingeyjar- prófastsdæmi fór fram prófastskosning og var að henni lokinni skipaður prófastur séra Þórður Oddgeirsson að Sauðanesi, frá 1. jan. 1942 að telja. Eftir lát séra Gísla Skúlasonar prófasts á Eyrarbakka, var séra Guðmundur Einarsson á Mosfelli hinn 29. ág. f. á. settur prófast- ur í Árnesprófastsdæmi. Ennfremur var séra Haraldur Jónasson á Kolfreyjustað settur prófastur í S.-Múlaprófastsdæmi i stað séra Stefáns sál. Björns- sonar. Á synódusárinu bættust kirkjunni fimm nýir starfsmenn í prestastétt. Voru þeir vígðir til prestsþjónustu í Dómkirkjunni i Reykjavík, sunnudaginn 23. ág. 1942. Guðfræðiskandídatar þeir, sem vígðir voru þann dag eru þessir: 1. Erlendur Sigmundsson, er vígðist að Dvergasteinspresta- kalls i Seyðisfirði í Suður-Múlaprófastsdæmi. Séra Erlendur er fæddur í Gröf á Höfðaströnd í Skagafjarðarsýslu 5. nóv. 1910. Foreldrar hans eru Sigmundur Sigtryggsson, bóndi og kona hans Margrét Erlendsdóttir. Hann útskrifaðist úr Menntaskól- anum á Akureyri 1938. Tafðist liann frá námi i guðfræðideild Háskóla íslands einn vetur vegna lasleika, en lauk þar embætt-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.