Kirkjuritið - 01.10.1943, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.10.1943, Blaðsíða 34
296 Kaj Munk: Október afsakanir fyrir lögbroti sínu. Hann var ástfanginn í þessari konu, og það er karlmanni lieiður að geta gefizt á vald sterkri tilfinningu. Þessi samúð gæddi hann krafti til konungsstarfans og kom þannig öllum keisaraætt- leggnum og ríkisheildinni að gagni. Já, rétt skilið, er það eingöngu vegna þjóðarinnar, að hann fæst til að hrjóta lögin. Og þjóðin er ánægð, og allt gengur með friði og spekt, eins og sakir standa, langtum hetur en við hefði mátt húast á þessum óróatímum með fjandmenn innan lands. Já, í rauninni mætti segja, að mikið væri að þakka. Og svo kemur þessi holi liandan úr eyðimörk- inni með annan eins hégóma og sannleikann og ætlar að setja krúnuna í múrinn og stanga niður allri þessari vönduðu höll, sem Heródes hefir reist í sveita sins and- litis og stritast enn við að lialda uppi. Það er athyglisvert, að Skírarinn leggur ekki út í við- ræður við þessa slepjugu eðlu. Hann lætur sér nægja að lýsa yfir skýrt og skorinort: „Þú mátt ekki eiga hana“. Jóliannes kom með öxi réttlætisins. Heródes var ein- ungis smágrein á stórum stofni ranglætisins. En livort heldur liann var stór eða lítill, þá var dómurinn yfir honum kveðinn upp. Þennan kvistling varð að stýfa af. Hans liátign hóf auðvitað ekki heldur viðræður. Hann gerði boð eftir handjárnunum. Þannig hefir það gengið æfinlega. Sannleikurinn getur heitt orðinu, en lýgin saxinu og hlekkingunum. Og þó heldur lýgin áfram að ljúga, einnig að sjálfri sér, og gjöra sér í hugarlund, að hún hljóti þá að vera sterkari. Þá var Jóhannes hneptur í varðliald. Hann hafði sagt það, sem hann þurfti að segja. Nú lukti um hann dýflissumyrkrið, og hann gat fundið banasverðið hanga yfir höfði sér. En inni i hjarta honum bjó Guðs friður- inn, fögnuður góðrar samvizku.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.