Kirkjuritið - 01.10.1943, Síða 36
298
Kaj Munk:
Október
að hugsa um hann og heina vonum sínum eitthvað
annað?
Ég játa hreinskilnislega, að ég skil það ekki, að Jesús
skuli ekki vitja æskuvinar síns í fangelsinu, og að hann
virðist ekki á neinn hátt liafa tekið í taumana. En ég er
sízt kominn til þess að gagnrýna gjörðir Ivrists.Það hlýt-
ur að liafa verið eitthvað, sem Jesús vissi, að Jóhannes
varð að reyna einn? Er það ekki eðli sannleikans, að
hann lætur og á að láta manninn mjög einmana um sinn?
Aftur á móti fagna ég allslmg'ar orðum Jesú við mann-
fjöldann um spámanninn fangelsaða og fallna. Það var
í rauninni liart, að Jóhannes, sem liafði sjálfur vígt
Jesú til köllunarstarfs hans fyrir allan heiminn og greitt
honum veginn, skyldi nú í opinberri deilu varpa framan
í liann annari eins spurningu. Það var full ástæða fyrir
Jesú til að fallast bæði mjög um þetta og verða sár og
gramur. Og mannfjöldinn umhverfis var auðsjáanlega
albúinn þess að láta hetjuna sína gömlu þoka fyrir hin-
um nýja manni líðandi stundar. Heyrið, hvað þeir eru
að tauta um liann fyrir munni sér? Þessu liefðum við
raunar aldrei trúað á Jóliannes. En sá vingull. Óáreið-
anlegur eins og bylgjan, að ekki sé nefndur franskur for-
ingi. Heldur hrökk nú trú lians skammt, að hún skyldi
hregðast, þegar mest á reið.
Já, þeir, sem engu voga, eru æfinlega óánægðir, þegar
þeir, sem einhverju voga, endast ekki.
Hlýðið á, hversu karlmannlega og einarðlega Jesús ver
vin sinn. Hann metur ekki mennina eftir því, hvort þeir
bera sig hetjulega eða ekki. Hinsvegar gengur hann
fram fyrir skjöldu fyrir hann með öllum sínum unga
myndugleika: Þótt hann sé lamaður nú, skuluð þið ekki
gleyma því, er liann var og vann, meðan afl lians var
óskert. Þá svignaði liann ekki eins og sef fyrir vindi
né bar kápuna á báðum öxlum. Farið í Ríkisdaginn, ef