Kirkjuritið - 01.10.1943, Page 40

Kirkjuritið - 01.10.1943, Page 40
302 Októbcr Aðalfundur Hallgrímsdeildar var haldinn á Akranesi 8.—9. okt. ASalmál hans var: Kristilegt uppeldi æskulýSsins. Kristilegt mót. , var haldifi aS Akranesi við niikla aSsókn 19.—21. júni. Minning Jóns biskups Arasonar. Sunnudaginn 15. ágúst var haldin guðsþjónusta að Hólum í Hjaltadal til minningar um Jón biskup Arason. Sigurgeir Sig- urðsson biskup prédikaði, en séra Friðrik J. Rafnar vígslubisk- up þjónaði fyrir altari. Að lokinni guðsþjónustu flutti Brynleifur Tobíasson menntaskólakennari erindi um Jón biskup. Áformað var að reisa Jóni biskupi og sonum hans minnisvarða. Prestskosningar. Séra Þorgeir Jónsson hefir verið kosinn prestur i Hólma- prestakalli í S.-Múlaprófastsdæmi, séra Eiríkur Helgason i Bjarnanesprestakalli i A.-Skaftafellsprófastsdæmi. Gunnar Gísla- son cand. theol. í Glaumbæjarprestakalli i Skagafjarðarprófasts- dæmi, Ingólfur Ástmarsson í Staðarprestakalli í Strandaprófasts- dæmi og séra Guðmundur Helgason í Nesprestakalli í Norðfirði. Séra Þorsteinn Björnsson frá Árnesi hefir verið settur prestur í Sandaprestakalli í V.- ísafjarðarprófastsdæmi. Séra Eiríkur J. Eiríksson á Núpi liefir verið endurkosinn formaður Sambands Ungmenna- fjelaganna. Nýir prófastar. Nýlega liafa þeir verið skipaðir prófastar séra Guðmundur Einarsson í Árnesprófastsdæmi og séra Haraldur Jónasson i Suður-Múlaprófastsdæmi. Hálfrar aldar kirknaafmæli. Minnzt hefir verið ekki alls fyrir löngu hálfrar aldar afmælis þessara kirkna: Brekkukirkju i Mjóafirði, Torfastaðakirkju og Kálfatjarnarkirkju. Hefir Kirkjuritinu borizt minningargrein um Brekkukirkju, og mun hún birt siðar. Embættispróf í guðfræði. Embættisprófi við guðfræðideild Háskólans luku 29. mai sið- astl. þeir

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.