Kirkjuritið - 01.06.1945, Side 7

Kirkjuritið - 01.06.1945, Side 7
Kirkjuritið. Hin mikla nýsköpun. 197 agna. Allt sekkur, sekkur í mold og sand og gleymsku um langa tíð. Þá var hún rétt komin á legg þessi stofnun, sem vér erum nú fnlltrúar fyrir. Kristin kirkja var þá ung og sterk, mörkuð af ofsóknum upp á líf og dauða, skekin en stælt eftir harðar trúmáladeilnr. Nú varð liún fóstra þessa útborna lieims. Hún tók hann í fang sér og dró upp fyrir honum mynd hins nýja himins. Þar var allt, sem hugurinn þráði. Þessi jörð átti ekkert annað handa ölíum fjöldanum en hörmungar og stríð, hungur og klæðleysi. En þá blasti himininn við. Vér, sem erum södd og vel klædd og líður vel, getum hrosað að lýsingum eymdatímanna á himnaríki, með kláravín, feiti og merg. En hungraðnr maður brosir ekki að góðum mat og nógum mat. Fyrir honum prédikar einn réttur matar betur en mælskasti guðfræðingur. Kirkjan má eiga það, að hún vann gott verk á þessum tímum og öllum hörmungatímum, með þvi að draga upp mynd himinsins. Hin himneska Jerúsalem, búin eins og' brúður, er skartar fyrir manni sínum, — hún var að vísu fyrir Iiandan hafið mikla, en hún brást ekki. Hún heið trúföst og örugg eftir elsklmga sínum, hinu þjáða jarðarbarni. Og' Guð sjálfur var meðal mannanna í kirkju sinni, í emhættnm hennar, í erfikenningum hennar, í sakramentum hennar, — umfram allt i hosti- onni, fórnargjöfinni, Guðs líkama. Hér var horft til himins, og það hefir sín áhrif á jörð- hia. En jörðin var því miður vanrækt. Kirkjan skrýddi himininn nýjum skrúða, en sletti bótum á jörðina. Menn kunnu þar engin sköpuð ráð önnur en ölmusugjafir og annað vel meint og að ýmsu leyti fallegt fálm. Nýr him- inn og gömul jörð varð útkoman. Kláravin, feiti og mergur á himnum, en hungur og klæðleysi, flakk og ör- byrgð á jörðu. En svo fór, að hinn síuppbræddi málrnur fór að renna

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.