Kirkjuritið - 01.12.1949, Qupperneq 9
Drottinn er í nánd. Fil. 4, 5.
J?INU smni enn erum vér staddir í anddyri hinnar hug-
ljúfu fæðingarhátíðar frelsarans. 1 anda höldumvérum
handfang hurðarinnar, tilbúnir að lúka upp höll fagnað-
arins. Vér heyrum dýrlegan söng innan dyra: „Dýrð sé
Guði í upphæðum." Vér skynjum, að þetta er helgur
staður, og að heilög athöfn er að fara hér fram. Vér
heyrum tilkynninguna: „Drottinn er í nánd.“ Erum vér
reiðubúin að mæta honum? Að ytra hætti er klæðnaður
vor sjálfsagt sæmilegur, og samboðinn árstíðinni. En hvað
um hin innri klæði sálarinnar? 1 andleg'um efnum er
trúin og hugarfarið búningurinn, klæðin, sem vér berum.
Vera má, að trúarföt vor séu af ýmsri gerð, og marg-
vísleg í sniði. Naumast mun þó unnt að ganga sér til gagns
í jólahöllina nema menn eigi óskerta barnstrú sína, þ. e.
trúna á barnið, og geti sungið af hrifningu: „I Betlehem er
barn oss fætt.“ Krists-laust jólahald er skrípaleikur ein-
göngu, og háttur heiðinna manna. En mest er þó um vert,
að vér séum hrein innan þeirra trúarklæða, sem vér berum,
áður en til jólahalds er gengið. Jafnvel fátækleg trúarföt
geta farið oss vel, ef vér aðeins erum hrein. Það fyrsta,
sem oss ber því að gera áður en vér göngum inn í höll jóla-
fagnaðarins, er að lauga oss og snyrta. Hér er andlits-
smurning og fegurðarduft að engu nýtt. Drottinn sér í
gegnum rauða litinn á kinnunum, og hvíta duftið. En
erum vér ef til vill alls ekki óhrein? Líttu i spegilinn vinur!
Hvaða spegil? Horfðu í spegil boðorðanna tíu, kærleiks-
boðanna tveggja, reglunnar gullnu, fjallræðunnar fögru,
og hins dásamlega dæmis, sem Drottinn gaf og gefur.
Finnst þér þú enn vera hreinn? Æ, nei, því miður. Bæði