Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 10
266
KIRKJURITIÐ
hugur vor og hönd eru saurguð af syndinni. Vér ölum oft
kulda og kæruleysi í hjarta, og búum þráfaldlega yfir
nroka og öfund. Vér látum gjarnan stjórnast af eigin-
gjörnum hvötum, og gerumst sek um framferði, sem
ekki fær staðizt í návist Drottins, sem er í nánd. En óhrein-
astar eru hendur vorar þó ef til vill vegna þeirra góðu
verka, sem vér höfum látið óunnin. Vér erum óhrein
einnig vegna vanrækslusyndanna. En með óhreinum huga
Þegar vér erum orðin hrein í anda, förum vér í jóla-
gjöfina dýru. Vér hljótum því að nema staðar, áður en
inn er gengið, og biðja: ,,Þvo mig hreinan, líknarlind, lauga
mig af allri synd.“ Þar sem hugur fylgir máli, fáum vér
bænheyrslu.
Þegar vér erum orðin hrein í anda förum vér í jóla-
fötin. Þau samsvara þörfum vorum dásamlega. Fyrst er
skikkja gleðinnar. „Verið ávallt glaðir vegna samfélagsins
við Drottin; ég segi aftur: verið glaðir.“ Hvers þurfum
vér fremur með á þessum dögum? „Vér fslands börn,
vér erum vart of kát . . “ Oft erum vér hrygg og kvíðafull,
og mæðumst í mörgu. Vér leitum að einhverju tákni,
sem hugur vor fái höndlað og haldið sig við, einhverju,
sem votti föðurforsjón Guðs og handleiðslu. Vér höfum
það tákn — Drottinn er í nánd. Það er yfir oss vakað,
engu síður en hjarðmönnunum í Betlehem forðum. Verið
því glaðir, kristnir menn, íklæðist skikkju gleðinnar á
jólunum.
Samfara skikkju gleðinnar er hjúpur Ijúflyndisins. „Ljúf-
lyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum.“ Hér er eigind,
sem marga á meðal vor skortir tilfinnanlega. En æfinlega
er hætt við ósamkomulagi þar, sem ljúflyndið fær ekki
að ráða á heimilunum og á meðal þjóðanna. f þessu sam-
bandi er oss hollt að minnast þess, að Drottinn er oss
nær með Ijúflyndi sínu, bjartsýni og sigurvissu. Hann
hefir í þessum efnum gefið oss fyrirmynd, að vér mættum
feta í fótspor hans. Þegar vér höfum gjört eins vel og
oss er unnt í hverju máli, ber oss að fela Drottni árangur-