Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 12
glNU söguheimildirnar um fæðing Jesú eru bernskufrá-
sagnirnar í Lúkasarguðspjalli og Matteusarguðspjalli.
Að vísu skýra Apokrýf guðspjöll frá henni og það jafnvel í
löngu máli, en sögugildi þeirra er alls ekkert. Það er ein-
kennilegt, að ekki skuli vera til fleiri heimildir um þann
atburð, sem allt tímatal vort er miðað við.
Þegar bornar eru saman þessar tvær heimildir, kemur
það í Ijós, að þeirra er mikill munur. Þannig segir t.
d. í Matteusarguðspjalli, að foreldrar Jesú hafi flutzt
með hann frá Betlehem til Egiptalands, en í Lúkasarguð-
spjalli, að þau hafi snúið þegar aftur til Nazaret í Galíleu,
er þau höfðu fært sveininn Drottni í musterinu í Jerúsalem.
Þar sem í milli ber verður Lúkasarheimildin þyngri á
metunum, enda skrifar Lúkas þessar frásagnir nokkru
fyrr en höfundur Matteusarguðspjalls sínar. Auk þess
beitir Lúkas mestri sögulegri gagnrýni allra guðspjalla-
mannanna, og má ætla, að hann hafi rannsakað kostgæfi-
lega þessar frásagnir á Gyðingalandi, meðan Páll postuli
var fangi í Sesareu 58—60. Ætla ýmsir, að María, móðir
Jesú, hafi þá verið enn á lífi, háöldruð, og Lúkas náð fundi
hennar.
Báðar heimildirnar telja Jesú fæddan á stjórnarárum
Heródesar konungs, þótt það að vísu segi ekki berum
orðum í Lúkasarguðspjalli. Miðað við þær er Jesús þannig
fæddur nokkrum árum fyrr en tímatal vort segir til, því
að Heródes deyr árið 750 frá byggingu Rómaborgar, ein-
hvern tíma á dagabilinu milli 13. marz og 4. apríl, eða
með öðrum orðum á 4. ári f. Kr.
Síðar en á 4. ári f. Kr. getur Jesús þá ekki verið fæddur,
og löngu fyrr ekki heldur, því að Lúkas telur hann um
þrítugt, er hann hefur allsherjarstarf sitt eftir skírn Jó-
hannesar. En ætla má, að það hafi verið á fimmtánda