Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 12

Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 12
glNU söguheimildirnar um fæðing Jesú eru bernskufrá- sagnirnar í Lúkasarguðspjalli og Matteusarguðspjalli. Að vísu skýra Apokrýf guðspjöll frá henni og það jafnvel í löngu máli, en sögugildi þeirra er alls ekkert. Það er ein- kennilegt, að ekki skuli vera til fleiri heimildir um þann atburð, sem allt tímatal vort er miðað við. Þegar bornar eru saman þessar tvær heimildir, kemur það í Ijós, að þeirra er mikill munur. Þannig segir t. d. í Matteusarguðspjalli, að foreldrar Jesú hafi flutzt með hann frá Betlehem til Egiptalands, en í Lúkasarguð- spjalli, að þau hafi snúið þegar aftur til Nazaret í Galíleu, er þau höfðu fært sveininn Drottni í musterinu í Jerúsalem. Þar sem í milli ber verður Lúkasarheimildin þyngri á metunum, enda skrifar Lúkas þessar frásagnir nokkru fyrr en höfundur Matteusarguðspjalls sínar. Auk þess beitir Lúkas mestri sögulegri gagnrýni allra guðspjalla- mannanna, og má ætla, að hann hafi rannsakað kostgæfi- lega þessar frásagnir á Gyðingalandi, meðan Páll postuli var fangi í Sesareu 58—60. Ætla ýmsir, að María, móðir Jesú, hafi þá verið enn á lífi, háöldruð, og Lúkas náð fundi hennar. Báðar heimildirnar telja Jesú fæddan á stjórnarárum Heródesar konungs, þótt það að vísu segi ekki berum orðum í Lúkasarguðspjalli. Miðað við þær er Jesús þannig fæddur nokkrum árum fyrr en tímatal vort segir til, því að Heródes deyr árið 750 frá byggingu Rómaborgar, ein- hvern tíma á dagabilinu milli 13. marz og 4. apríl, eða með öðrum orðum á 4. ári f. Kr. Síðar en á 4. ári f. Kr. getur Jesús þá ekki verið fæddur, og löngu fyrr ekki heldur, því að Lúkas telur hann um þrítugt, er hann hefur allsherjarstarf sitt eftir skírn Jó- hannesar. En ætla má, að það hafi verið á fimmtánda
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.