Kirkjuritið - 01.12.1949, Side 13
FÆÐING JESÚ OG FYRSTA BERNSKA
269
stjórnarári Tíberíusar keisara eða árið 28, því að Lúkas
leggur hina mestu áherzlu á að tiltaka þann tíma sem
allra nákvæmast. (Lúk. 1—2).
Enn er þess að gæta, að Lúkas setur fæðing Jesú í
samband við skrásetningu, er Ágústus hafi fyrirskipað í
Rómaveldi, þegar Kýreníus hafði völd á Sýrlandi. En
þau þá hann tvisvar af Ágústusi, að því er stendur í graf-
skrift hans, sem brot hefir varðveizt úr í Lateransafninu
í Rómaborg. Hið fyrra sinn er Kýreníus landstjóri á Sýr-
landi árin 3—2 f. Kr., að líkindum, og tekur við af Varusi,
sem hafði þar landstjórn 6—4. En á undan var Satúrnínus
landstjóri, 9—6. Má telja líklegt, að Kýreníus hafi farið
með nokkur völd þar eystra áður en hann varð landstjóri.
Um skattskráningu á Gyðingalandi á konungsárum
Heródesar getur hvergi. En fornar heimildir gefa það í
skyn, að skattskráningu rómverskra borgara hafi lokið
árið 7 f. Kr., og myndi þá skráningin í skattlöndum Róma-
veldis ef til vill hafa farið fram um svipað leyti. Þetta sama
ár lét Heródes konungur þegna sína sverja keisaranum
hollustueið.
Fullkomna vissu skortir þannig um fæðingarár Jesú.
Leikur á árunum 7—4 f. Kr. að báðum meðtöldum.
Foreldra Jesú getur í bernskufrásögnunum og víðar i
Nýja testamentinu. Er ætt Jósefs rakin til Davíðs konungs,
og þó með mjög misjöfnum hætti í Lúk. og Matt., en María
að líkindum talin af ætt Levís, því að um Elísabet frænd-
konu hennar segir, að hún hafi verið komin af Aroni. Páll
postuli leggur einnig mikla áherzlu á það, að Jesús sé
að holdinu fæddur af kyni Davíðs (sbr. Róm. 3).
Jósef er smiður, sennilega húsasmiður. Þeir reistu hús
úr múrsteinum eða smíðuðu úr timbri. Er sennilegra, að
Jósef hafi verið trésmiður, því að mikið var um trésmiði
í Suður-Galíleu og sumir komnir þangað frá Betlehem,
sem talin er hafa verið borg Jósefs (Lúk. 2). Var mikið
um mórberjatré í Suður-Galíleu, og telgdu smiðir úr
bjálka í hús.