Kirkjuritið - 01.12.1949, Qupperneq 14
270
KIRKJURITIÐ
María í Nazaret er ung föstnuð Jósef, líklega á 13. eða
14. ári, svo sem venjulegt var um meyjar á þeim tímum,
og gengur hann nokkru síðar að eiga hana. Af Matteus-
arguðspjalli má draga þá ályktun, að hún hafi verið borin
óhróðri. En bernskufrásagnirnar hvorartveggju eru voldug
vörn fyrir hana, og er þar fléttað fegursta geislasveig um
höfuð henni og frumgetnum syni hennar.
Bæði Lúkasarguðspjall og Matteusar eru sammála um
það, að María ali Jesú í Betlehem í Júdeu, einhverju
minnsta þorpinu í þeim landshluta, en mjög sögufrægu.
Þar var Davíð konungur borinn og barnfæddur, og þar,
hafði Míka spámaður spáð, að Messías myndi fæðast.
Jústínus píslarvottur, sem lifði á 2. öld e. Kr., hefir bent
á fæðingarstaðinn, er hann taldi vera, dálítinn hellisskúta,
og lét Konstantínus mikli árið 330 reisa yfir mjög veglega
kirkju, sem eitthvað stendur eftir af enn í dag. Hefir
Jósef að líkindum fyrst leitað á náðir gistivinar, en sá
annaðhvort ekki getað eða viljað flytja sig og sína úr
herbergi sínu, en í þess stað vísað þeim Jósef á helli undir
húsinu, þar sem jata stóð og skepnur voru stundum hafðar
á nóttum.
Þau Jósef og María hafa sennilega verið lítt efnum
búin. Svo var um allan þorra ungra hjóna á Gyðingalandi,
er þau stofnuðu heimili. Að vísu mun Jósef hafa haft
góða atvinnu við trésmíðarnar, því að mjög mikið var
byggt í Galíleu um þessar mundir. Meðal annars var höf-
uðborgin þar, Sepphoris, skammt frá Nazaret þá í smíðum.
Þess er getið, að þau hjónin hafi borið fram fátækra
manna fóm, tvær ungar dúfur, er þau færðu Drottni
sveininn Jesú í musterinu í Jerúsalem. Og ekki virðast
þau hafa átt að miklu að hverfa í Betlehem.
Ástæðan til þess, að María fer þangað og elur þar barn
sitt, er í raun og veru ókunn. Vegna skattskráningarinnar
þurfti hún þess ekki. Virtist liggja beinna við, að hún
héldi kyrru fyrir heima í Nazaret með fólki sínu, er hún
var þunguð. En ef til vill hefir hún þráð að ala barn sitt