Kirkjuritið - 01.12.1949, Blaðsíða 20
276
KIRKJURITIÐ
ósk í brjósti, báðum okkur til handa, þjóð vorri og fóstur-
jörð.
Guð leiði þig, hans lífsins vald
á lög og jörð og himintjald,
hans auga sér, hans armur nær
um allan geiminn, nær og fjær.
Guð leiði þig.
Og vegir skildu um sinn:
(K. Gerok).
Þú leiðst inn í heimsborgar sumar og sól,
sæluna, auðinn og vitið,
en ég inn í nepjuna norður við pól,
neyðina, vonleysið, stritið.
Þú og þið, prestahöfðingjarnir, hafið tekið að ykkur
stórborgarhelgi Merarísona. Þegar Móse ráðstafaði vígslu-
gjöfum ætthöfðingjanna (Numeri: 7, 8.—9.), voru Merarí-
sonum fengnir fjórir vagnar og átta naut, eftir þjónustu
þeirra. Þessir eruð þið, höfuðklerkar og höfuðprestar þjóð-
arinnar, sem innið af höndum störf yðar í flugvélum og
bílum. En Kahats sonum var ekkert fengið, því að á þeim
hvíldi þjónusta hinna helgu dóma. Skyldu þeir bera
þá á herðum sér. Þessir erum vér, hinir flugvéla- og bíla-
lausu, hinir umkomulausu, við, sem verðum að stikla veg-
leysur jöklanna og ösla óbrúuð fljót. Við, sem þurfum
að eiga fagra, sterka fætur á fjöllunum og flytja boðskap
friðarins í blindhríð og hættum og — þegar bezt lætur —•
koma fótgangandi heim að ,,Hólum“ með hempuna á
bakinu. Okkar jólahelgi, sem þú biður mig að segja þér
frá, er nægjusöm og lítillát. Hún er jólahelgi hirðingj-
ans, hvort heldur norður hér, eða á víðáttum Kanada
— eins og snjall rithöfundur og blaðamaður (J. Þor-
bergss.) lýsti henni ógleymanlega í Otvarpi fyrir nokkr-
um árum, — eða á Betlehemsvöllum, eins og hún ljómar
í lýsingu Lúkasar læknis til enda daganna. Jólagleði okkar
er hófsöm á íburð og ytra tilstand. Samt tökum við, í