Kirkjuritið - 01.12.1949, Side 24
278
KIRKJURITIÐ
höfðu fallið í þriðja sinn að stöfum og aldrei verið fyllri
né almennari sambýlisfriður í gjörvöllu heimsveldinu.
Foringinn greip tækifærið, hóf birgðarannsókn eins
og hygginn heildsali, eða bóndi, sem er bústólpi,
mældi yfirráðasvæðið, taldi þegna sína og bandamenn,
endurbætti tímatalið og lét skrá reikningsjöfnuð (Saldo)
og árstekjur í höfuðbækur, sem brot hafa varðveizt af
til vorra tíma. Og Heródes, sem kraup einvaldanum og
ekki lét á sér standa að framkvæma valdboð hans, skip-
aði þeim Maríu og Jósep að fara frá Nazaret í Galíleu
til Betlehem í Júdeu og, ásamt öðrum, vinna keisaranum
Kópavogseiða. Sjálfur hefir þú staðið við stallinn — jöt-
una — í fæðingarkapellunni í Betlehem, með Matthías,
lárviðarskáldið — með litla kertið og rauða klútinn við
nóðurkné — þér við hlið í anda, og tekið undir:
„Fyrir hálmstrá herrans jötu frá
hendi eg öllu, lofti, jörð og sjá.“
Þú kannast við leiðina, sem þau þurftu að fara, Jósep
og María: Yfir Jesreelsléttu, Samaríufjöll, Sikem um Jerú-
salem og Júdeuhálendi og yfir Refaimsléttuna, svo nokkur
nöfn séu nefnd. Þú hefir ferðast þetta að ruddum leiðum
á bíl. En því minnist ég á þetta þriggja til fjögra daga
ferðalag þeirra, að það er svo líkt jólavökuferðalögum,
sem öldum saman hafa verið farin í þessum prestaköllum,
t. d. frá Látravík yfir Axlarfjall, Bjarnarnes, Hólkabæti.
Smiðjuvíkurbjarg, Barðsvík og Barðsvíkurskörð, sem Þor-
valdur Thoroddsen vildi helzt ekki fara nema einu sinni,
Bolungarvíkurfjall og Ófæru, um grænar grundir Furu-
fjarðar, Skorarheiði með feigs manns fossum, fram hjá
Gýgjarsporshamri, landamerkjavörðu Þórólfs fasthalda,
út með Hrafnsfirði og öllum Jökulfjörðum að Stað í
Grunnavík. Eða frá Reykjarfirði undir Geirólfsgnúpi um
Svartskarðsheiði, sem Eggert Ólafsson telur verstan fjall-
veg á Islandi. Og þá voru ferðalögin frá Horni undir Horn-
bjargi — um Skálakamb og Posavogshyllu m. a. — mjög