Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 25
JÓLABRÉF
279
erfið og torsótt til Staðar í Aðalvík. Kirkjuleiðir þessar,
sem farnar voru til að hylla Jólabarnið, konung konung-
anna, munu sízt skemmri en leið þeirra Jóseps og Maríu.
Og ætíð yfir vegleysur, oft yfir illfærar ár, snjóflóð og
fjallaskriður. öldum saman voru þessar jóla-messuferðir
farnar, í svartasta skammdegi og oft við nöturlegan og
fátældegan heimanbúnað. Á síðari árum hefir þetta all-
mjög breytzt. — Bænhús löngu komið í Furufirði. — Út-
varpið stytt vegalengdir hér, og Hornvíkurbúar, sem erfið-
ast áttu sóknar, fluttir í þéttbýlið. En allar voru þessar
jólahelgar, og eru enn, haldnar með hugarfari séra Einars
Sigurðssonar, prófasts í Heydölum (1626):
Skapa hjarta hreint í mér,
til herbergis, er sómir þér,
saurgan allri síðar ver,
svo ég þér gáfur færi.
Með vísnasöng ég vögguna þína hræri.
Og Thomasar biskups Kingo (1634—1703, í þýðingu séra
Helga Háldanarsonar):
Fyrir helga fæðing þina,
fyrir blessað lífsins orð,
fyrir verk, er fagurt skína,
fyrir skírn og náðarborð,
fyrir píslar feril þinn,
fyrir dýrsta sigurinn
allt þér lof um aldur segir,
ástvin sálna guðdómlegi.
Heilög jól. Heilög fæðing. Guðdómlegur ástvinur. Og svo
allt hitt. Þetta er jólagleði vor, sem erum á tvístringi.
Jólahelgi hirðingjanna, sem nú eins og jafnan áður — og
ef til vill enn átakanlegar — berjumst fyrir lífi voru á
öræfunum. Síðan ég skrifaði þér mitt fyrra bréf, haxa
margir grátandi lækir fallið til sjávar í þessum héruðum
°g hnípinn, innkulsa og beygður gróður hrópað á sól og