Kirkjuritið - 01.12.1949, Qupperneq 27
JÓLABRÉF
281
að vinna, ásamt söfnuðum Krists og ykkar — og þið
vinnið það með trúmennsku og fögnuði, sigurreifir. Þið
eruð salt og ljós stórborgarinnar. Ef hún missir af ykkur
og starfi ykkar, undir forustu jólabarnsins, þá deyr hún.
Stórborg er annað og meira en íbúatalan ein. Stórborg
er lífvera. Hún er hún sjálf. Hún lifir, gleðst og grætur
— og það er stundum grátið yfir henni. Sjálf er hún
stundum kvíðafull, skjálfandi og grátandi — og margt af
því, sem hún elskar heitast, börn og verðmæti er sent út
í dreifbýlið. — Það er flúið til fjallanna. Stórborg starfar,
syndgar og göfgar og blessar, lifir og deyr, fellur í rúst
og hverfur — öldungis eins og dreifbýlishéruð sveitanna,
sem fara í auðn. 1 dag mér — á morgun þér — á meðan
Guðs friður jólabarnsins hefir ekki gagnsýrt veröldina.
Þetta er hin sorglega æfisaga f jölda stórborga í veröldinni.
Stór borg getur vakið fögnuð, gleði og virðingu annarra
þjóða, en fyrst og fremst stolt og hrifningu sinnar eigin
þjóðar — en hún getur einnig orkað mikilla tvímæla. Stór-
borg er lifandi, sem slík, en mikið af sterku, heilbrigðu,
lifandi hjartablóði hennar getur oft verið runnið til henn-
ar frá heitu, blæðandi hjarta dreifbýlisins. Hefir þú hug-
leitt, hve margir af stórborgarfjöldanum ykkar, stórborga
hinna dánu og stórborga hinna lifenda, hafa flutzt til
ykkar úr dreifbýlinu, þar sem
Þeir undu við bú, þar sem ilmaði jörð
eða ógnuðu frost og hríðin hörð.
Þeir erjuðu landið og efldu þess lög
frá yztu nesjum í fremstu drög,
og vegi brutu til beggja handa,
blárra f jalla og lágra stranda.
Um heiðar og útskaga leiðirnar liggja,
ef landið skal þekkja, nota og byggja.
(Ól. J.).
Manstu nöfnin? Sjálfur ert þú einn þeirra, rótartein-