Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 28
282 KIRKJURÍTÍÐ
ungur, sprottinn upp við hlýjan hjartslátt lands og sögu,
þar sem:
Yfir bænum Drottinn vakti,
norðurljósa breiðabliki
bláa, víða hvelfing þakti. —
Mamma, unnar eigin höndum,
öllum gjafir sundur rakti.
(J. M.).
Stórborg getur ekkert bjargað — nema jólabarnið.
Stór borg lifir og starfar, er auðug af framtaki og dáð,
eða munaðarlífi og dáðleysi. Stór borg getur annaðhvort
orðið fögur, eða hræðileg — og jafnvel hvorttveggja.
Stórborg er trúað fyrir stærstu talentunni. Hún getur
átt að mæta hamslausu aðstreymi. Hún getur komið sjálfri
sér og þjóð sinni í hrifningu eða uppnám með framkomu
sinni, auðsafni, fegurð, allsnægtum, listum og vísindum
— og einnig lostið þjóðina skelfingu með ósköpum, upp-
þotum, stjórnleysi og múgmennsku — sorgum sínum og
kvölum. Og þegar jólabarnið, Jesús Kristur, grét yfir
Jerúsalem, borginni, sem mest hefir verið elskuð og tign-
uð í veröldinni, og jafnað til hinnar æðstu borgartignar,
hinnar himnesku Jerúsalem, þá viðurkenndi Hann og
helgaði áhuga mannsbarnsins fyrir réttmæti og nauðsyn
stórborga, fögnuð þeirra og sæla gleði — og einnig sorg-
ina yfir þjáning þeirra og örlögum.
Hún verður því með allt öðrum svip og sniði jólahelgi
dreifbýlisins í náttmyrkranna landi — en jólahelgi stór-
borgarinnar. En þess er að vænta, að á hverjum jólum,
þegar hinar þungu vængjagullhurðir himinljómans opnast
og herskarar Drottins engla fylla himingeiminn og boða
Guðs dýrð og frið á jörðu, að bjartir og heilnæmir geislar
jólahelginnar í stórborginni streymi út til okkar, sem i
myrkri sitjum í dreifbýlinu, og styrki okkur í þeim ásetn-
ingi að njóta jólahelgi hirðingjans — meðan sætt er —•
og treysta því, eins og við gerum nú, að