Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 30
284
KIRKJÚRITIÉ)
kirkjan, sem er æðst af öllu,
undir brekku lágt.
Undirstaða alls hins hæsta
allt af stendur lægst,
ber þó uppi byrði glæsta,
bygging, sem er frægst.
Kirkjan veldur heiðri Hóla,
— hennar verkið er —
bæði þessa byggð og skóla
ber á örmum sér.
Fornu Hóla fyrr á tíðum
frægðar heyrði óm
allt frá þessum háu hlíðum,
héðan suður í Róm.
Kirkjan harmar, mætust móðir,
mest Jón Arason.
Biskups niðjar bíða hljóðir,
brjóst þó fyllist von,
enn hún geti glaðzt, og megi
gróa hennar sár,
fyrst hún lifði frá þeim degi
400 ár.
Skálholt sýnist hafa hlotið
harðan skapadóm,
fær ei neinnar frægðar notið,
féll í eyði og tóm.
Þjóðin farar þangað letur,
þótt hún teljist brýn.
Fyrir þetta fræga setur
fólkið blygðast sín.
Ólán hvílir yfir þústum
á þeim fræga stað.