Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1949, Síða 33

Kirkjuritið - 01.12.1949, Síða 33
SÉRA VTGFÚS ÞÓRÐARSON 287 við búi á föðurleifð séra Vigfúsar, Eyjólfsstöðum. Þar bjuggu þau til ársins 1901. En 28. febr. þ. á. fékk séra Vigfús veitingu fyrir Hjaltastað og var vígður 16. maí sama ár. Á Hjaltastað var hann prestur, unz hann fékk veitingu fyrir Heydalaprestakalli í Suður-Múlaprófasts- dæmi 3. júlí 1919. Þar var hann prestur til fardaga 1943, síðasta árið sem settur, því að lausn frá embætti fékk hann 6. maí 1942 frá fardögum það ár. 1 Kirkjubæjar- prestakalli hafði hann á hendi aukaþjónustu fardagaárin 1913—1915 og frá 1925 í Stöðvarprestakalli, sem sameinað var Heydalaprestakalli það ár. Svo sem verið hefir um íslenzka sveitapresta, var starf séra Vigfúsar ærið margþætt. Jafnframt prestsstarfinu. sem hann gegndi um rúmlega 40 ára skeið, var hann einnig bóndi og forvígismaður sveitar sinnar í ýmsum greinum. Hann var vaxinn upp meðal íslenzkrar alþýðu, lifði og starfaði meðal hennar og tók jafnan þátt í kjörum hennar. Starfsdagur séra Vigfúsar’ var bæði langur og viðburðaríkur. Hann lifði það tímabil, sem mest hefir skipt sköpum í sögu íslenzku þjóðarinnar, og það væri löng og athyglisverð saga, ef öll væri sögð, frá því að bónda- sonurinn frá Eyjólfsstöðum steig hin fyrstu spor á ofan- verðri 19. öld til þeirrar stundar, er hann hvarf á braut. Á þessu tímabili hafa hagir og hugsunarháttur okkar litlu þjóðar breytzt svo, að við fáum naumast skilið eða skýrt, hvernig slíkt hefir mátt verða á slíkri svipstund í tímanna tali. Jafnvel landið hefir að nokkru breytt um svip. Þegar við nú kveðjum einn þeirra manna, sem var þátt- takandi í starfi og stríði þeirrar kynslóðar, sem nú er að hverfa af sjónarsviðinu, minnumst við þess, að hann eins og aðrir þeir, er framarlega stóðu á þessu tímabili, átti við ýmsa örðugleika að etja og bar gæfu til þess að sigrast á þeim. Jafnframt því sem séra Vigfús átti við ytri erfiðleika að stríða fram eftir árum, mættu honum þyngstu raunir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.