Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 35
SÉRA VTGFÚS ÞÓRÐARSON
289
1 öllum störfum hans gætti hinnar mestu árvekni og
reglusemi, enda var hann mikill starfsmaður og sívinnandi
allt til hins síðasta.
Börn þeira hjónanna, sem á lífi eru, eru þessi: Einar
útvarpsvirki, Ásgeir bifvélavirki, báðir búsettir í Reykja-
vík, og Oddný Elín, gift Sigurjóni Jónssyni bónda í Snæ-
hvammi í Breiðdal, en látnir eru þrír synir: Bogi, Guð-
laugur og Þórður. Þrjú fósturbörn ólu þau upp. Þau eru:
Ágúst Filippusson verkamaður, Bogi Sigurðsson kennari
og Oddný Pétursdóttir, frú. Þau eru öll búsett í Reykjavík.
Þau hjónin dvöldust hjá dóttur sinni og tengdasyni eftir
að séra Vigfús lét af prestskap og til ársins 1946, að þau
fluttu til Reykjavíkur. En þar áttu þau heima síðan.
Fyrrverandi sóknarbörn séra Vigfúsar og aðrir vinir
fjölmenntu við jarðarför hans. Með virðingu og þökk
kveðjum við hann öll. Bjart er yfir minningu hans og i
hugann koma orð skáldsins, sem sagði:
Svo blessað guðsbam gekkstu hér á jörðu,
að Guð þér leyfði að vera hjá sér heima.
Kristinn Hóseasson.
\