Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 36
Séra Páll Sigurðsson,
HINN 15. júlí s. 1. barst um landið dánarfregn séra Páls
Sigurðssonar, sóknarprests í Bolungarvík. Lézt hann
á heimili sonar síns í Reykjavík og var þá á leið til Vestur-
heims í kynnisför til fjölmargra vina, er hann átti vestan
hafs. — Hin sviplega dánartil-
kynning féll eins og reiðarslag
yfir söfnuð hans, stéttarbræður
og vini bæði innanlands og ut-
an. Að vísu vissu þeir, er kunn-
ugir voru, að hann hafði átt við
vanheilsu að búa hin síðustu
ár, en oss vini hans grunaði
eigi, að svo skammt væri að
bíða viðskilnaðarins við hann,
sem raun varð á. Síðastliðinn
vetur hafði hann að vísu verið
þjáður venju fremur og átti
erfitt með alla áreynslu, þótt
hann innti embættisstörf sín af
hendi af sömu skyldurækni og glæsimennsku, er jafnan
einkendi hann.
Páll Sigurðsson var fæddur hinn 29. ágúst 1884 að
Garðhúsum í Garði í Gullbringusýslu, sonur hjónanna
Sigurðar Isleikssonar og Kristínar Nikulásdóttur, er þar
bjuggu.
Hneigðist hugur hans snemma til mennta, og settist
hann í Lærða skólann í Reykjavík haustið 1900 og lauk
þaðan stúdentsprófi vorið 1906. Fór hann þá utan sam-
sumars og hóf nám við Hafnarháskóla og lauk þar em-
bættisprófi í guðfræði snemma árs 1912. Sama vor vígðist