Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 38
292
KIRKJURITIÐ
undanskildum, — var hann kennari við barnaskólann þar,
og kristindómsfræðsla hans og fermingarundirbúningur
mun hafa verið með ágætum. Séra Páll tók virkan þátt
í margvíslegum menningar og mannúðarmálum í söfnuði
sínum. Munu allir þeir, er stóðu í skugga lífsins og kaldir
straumar næddu um, hafa fundið, að þeir áttu traustan
og öflugan liðsmann og vin, þar sem hann var. Af ein-
lægum huga vildi hann styðja þá, sem minni máttar voru,
eins og hann reyndi í hvívetna að lægja þá ólgu og brúa
það bil, er stundum myndast milli manna og stétta í önn
og athöfn lífsins.
Þá var séra Páll mjög sönghneigður maður, er alla
ævi unni hljómlist og söng. Hann var stofnandi Karlakórs
Bolungarvíkur og söngstjóri hans alla tíð. Þá var hann
og hinn holli leiðbeinandi og leiðandi afl í Kirkjukór Bol-
ungarvíkur. Fórnaði hann þessum óskabörnum sínum mikl-
um tíma og fyrirhöfn, til þess að árangur söngstarfsins
mætti verða sem mestur og beztur. —
í allri embættisfærslu sinni var séra Páll frábær reglu-
maður, og prestsstörf sín öll vann hann af sérstakri
skyldurækni, smekkvísi og virðuleik. Séra Páll hafði
tekið sérstöku ástfóstri við söfnuð sinn, hérað og starfs-
svið. 1 Bolungarvík vildi hann ljúka síðasta áfanganum,
enda var hann í hvívetna tryggur maður og skapfastur,
og vinátta hans einlæg og traust. Málefni hinnar ísl kirkju
voru þó hans hjartans mál öllu öðru fremur. Henni unni
hann af heilum huga, fyrir hana vildi hann fórna starfs-
orku sinni, andlegri og líkamlegri, meðan þrek var léð.
Með fráfalli séra Páls Sigurðssonar á því ísl. kirkjan,
og sér í lagi kirkja Vestfjarða, á bak að sjá einlægum,
mikilhæfum og traustum syni, er í hvívetna vildi efla
áhrif hennar og gera veg hennar sem mestan og glæst-
astan.
Söfnuður séra Páls og vér vinir hans fjær og nær
þökkum heillarík störf hans og blessum minningu hans.
Þorsteinn Jóhannesson.