Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 38

Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 38
292 KIRKJURITIÐ undanskildum, — var hann kennari við barnaskólann þar, og kristindómsfræðsla hans og fermingarundirbúningur mun hafa verið með ágætum. Séra Páll tók virkan þátt í margvíslegum menningar og mannúðarmálum í söfnuði sínum. Munu allir þeir, er stóðu í skugga lífsins og kaldir straumar næddu um, hafa fundið, að þeir áttu traustan og öflugan liðsmann og vin, þar sem hann var. Af ein- lægum huga vildi hann styðja þá, sem minni máttar voru, eins og hann reyndi í hvívetna að lægja þá ólgu og brúa það bil, er stundum myndast milli manna og stétta í önn og athöfn lífsins. Þá var séra Páll mjög sönghneigður maður, er alla ævi unni hljómlist og söng. Hann var stofnandi Karlakórs Bolungarvíkur og söngstjóri hans alla tíð. Þá var hann og hinn holli leiðbeinandi og leiðandi afl í Kirkjukór Bol- ungarvíkur. Fórnaði hann þessum óskabörnum sínum mikl- um tíma og fyrirhöfn, til þess að árangur söngstarfsins mætti verða sem mestur og beztur. — í allri embættisfærslu sinni var séra Páll frábær reglu- maður, og prestsstörf sín öll vann hann af sérstakri skyldurækni, smekkvísi og virðuleik. Séra Páll hafði tekið sérstöku ástfóstri við söfnuð sinn, hérað og starfs- svið. 1 Bolungarvík vildi hann ljúka síðasta áfanganum, enda var hann í hvívetna tryggur maður og skapfastur, og vinátta hans einlæg og traust. Málefni hinnar ísl kirkju voru þó hans hjartans mál öllu öðru fremur. Henni unni hann af heilum huga, fyrir hana vildi hann fórna starfs- orku sinni, andlegri og líkamlegri, meðan þrek var léð. Með fráfalli séra Páls Sigurðssonar á því ísl. kirkjan, og sér í lagi kirkja Vestfjarða, á bak að sjá einlægum, mikilhæfum og traustum syni, er í hvívetna vildi efla áhrif hennar og gera veg hennar sem mestan og glæst- astan. Söfnuður séra Páls og vér vinir hans fjær og nær þökkum heillarík störf hans og blessum minningu hans. Þorsteinn Jóhannesson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.