Kirkjuritið - 01.12.1949, Síða 39
Séra Þorsteinn Briem,
Fæddur 3. júlí 1885. — Dáinn 16. ágúst 1949.
I 11. KAPlTULA Hebreabréfsins eru nefnd nöfn margra
manna, og um þá er sagt: „Ailir þessir menn dóu í trú.“
Vér erum umkringdir af fjölda
votta, sem dóu í trú. 1 þeirri
fylkingu var séra Þorsteinn
Briem f. prófastur og ráðherra.
Hann dó í trú og liafði lifað í
trú. Hið bezta, sem hann eign-
aðist og átti, var samfélagið við
Drottin. Ég segi „hið bezta,“
því að svo margt gott hafði
hann eignazt og átti. Hann átti
því láni að fagna, að fá að
njóta hins bezta uppeldis hjá
ágætum foreldrum, Ólafi Briem
umboðsmanni og alþingismanni
og Halldóru Pétursdóttur. Mér
Þykir vænt um að hafa kynnzt Ólafi Briem hinum þjóð-
kunna manni og hinni mætu konu hans. Ég kynntist þeim
svo, að það varmérljóst, að frá þeim hlutu hin hollustu áhrif
að ná til barna þeirra. Hjá foreldrum sínum tók Þorsteinn
við þeim arfi, er hann fór vel með. En sá arfur var ráð-
ðeild, þekking, stilling og hugprýði. Honum var snemma
sú lexía fyrir sett, að byggja á traustum grundvelli, að
hafna hisminu og hégómanum, en sækjast eftir hinu
trausta og stöðuga. Við hann var oft sagt: „Trúðu Drottni,
19