Kirkjuritið - 01.12.1949, Side 42
296
KIRKJURITIÐ
áttu heimili og helguðu kristilegu starfi krafta sína. Sást
það í starfi þeirra, að þegar tekið er í hönd barnsins,
veitist blessun og gleði hjarta móðurinnar.
Fyrir heimili, konu og dæturnar, var lifað og starfað,
og af áhuga unnið að safnaðarmálum, með því að boða
Guðs orð hinum glöðu og fagnandi, og bera það til hinna
sjúku og sorgbitnu, svo að baráttunnar börn mættu eign-
ast nýjan kraft.
Málefni Guðs ríkis bar séra Þorsteinn fyrir brjósti, og
embætti sitt rækti hann með sannri prýði.
Hann elskaði kirkjuna, og vildi á allan hátt að því
starfa, að hún væri borgin á fjalli byggð, og að þaðan
mætti ljósið skína yfir land og þjóð.
Séra Þorsteinn elskaði þjóð sína, og vildi í öllu heill
og heiður Islands. Þessvegna gaf hann sig að þjóðmálum.
Átti hann sæti á Alþingi. Var landkjörinn þingmaður
1934—37, og þingmaður Dalamanna 1937—42. En áður
hafði hann gegnt ráðherrastörfum, varð vorið 1932 at-
vinnu- og samgöngumálaráðherra, og auk þess kirkju-
og kennslumálaráðherra. Á hann hlóðust trúnaðarstörfin
í þágu kirkju- og þjóðmála. 1 kirkjumálanefnd átti hann
sæti, kirkjuráðsmaður var hann um alllangt skeið, og
oft var til hans leitað og honum falin vandamálin í
því byggðarlagi, er naut frábærrar prestsþjónustu hans,
Með sanni má segja, að hann var trúr sonur móður sinnar,
kristinnar kirkju, og um leið nýtur ættjarðarsonur, er
kannaðist við það, að Guð hefir gefið oss gott og fagurt
land og því ætti að svara slíkri blessun með starfi, sem
helgast af sannri ættjarðarást. Honum nægði ekki að
hrópa „húrra“ fyrir þjóðinni, hann vildi, að til hennar
væru töluð hin vekjandi orð, svo að hún mætti þekkja
sinn vitjunartíma. Hann vildi gleðjast með þjóðinni á
fagnaðarríkum stundum, og vera reiðubúinn til starfs og
hjálpar, er þjóðin þarfnast vitsmuna og atorku barna
sinna.
Séra Þorsteinn vildi af alhug það, er horfði Islandi til