Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 48
302
KÍRKJURITIÐ
tveggja með loflegum vitnisburði, enda var hann náms-
maður góður. Næsta vetur stundar hann barnakennslu
í Keflavík. En árið 1888 er honum veittur Hjaltastaður
á Héraði eystra, þar sem hann þjónaði í 8 ár eða þar til er
hann árið 1896 fluttist að Prestsbakka á Síðu sem sókn-
arprestur Kirkjubæjarklaustursprestakalls. Árið áður hafði
hann kvænzt Ingibjörgu Brynjólfsdóttur Jónssonar prests
í Vestmannaeyjum, hinni ágætustu konu, sem var val-
menni og hvers manns hugljúfi, ástrík eiginkona og göfug
móðir 4 börnum þeirra hjóna og hin myndarlegasta hús-
móðir. Af börnum þeirra hjóna eru 2 á lífi, Björn prófessor
og Ragnheiður Ingibjörg húsfreyja í Reykjavík. Prófastur
varð séra Magnús árið 1908. Hann gegndi aukaþjónustu
í öræfum í 2 ár (1903—1905), og var það að sjálfsögðu
erfið þjónusta. En þangað mun séra Magnús hafa farið að
jafnaði einu sinni í mánuði, yfir Skeiðarársand með stór-
vötnunum Núpsvötnum og Skeiðará. Síðar gegndi hann og
aukaþjónustu í Þykkvabæjarklaustursprestakalli í eitt ár
(1921—1922). Kom honum vel, að hann var hraustmenni
hið mesta og duglegur ferðamaður, enda fylgdu störfum
hans jafnan mikil ferðalög um hinar fögru skaftfellsku
byggðir, sem sundur skornar eru af eyðimörkum og stór-
fljótum. Á starfsárum hans voru færri þeirra brúuð orðin
en nú eru þau og allar leiðir ógreiðari en nú.
Mörgum trúnaðarstörfum gegndi séra Magnús fyrir sveit
sína og hérað. Hann var m. a. póstafgreiðslumaður frá
1904—1929 og hreppsnefndaroddviti um tíma. Sýslunefnd-
armaður var hann fyrst austur á Héraði en síðan í Vestur-
Skaftafellssýslu óslitið frá 1898 til 1931 eða 33 ár. Átti
hann á þessum árum þátt í mörgum framfaramálum
héraðsins.
Við stofnun Eimskipafélags Islands vann hann ötul-
lega að fjársöfnun í héraðinu og fylgdist síðan ávallt af
alhug með vexti og gengi félagsins og mun hafa mætt
á öllum aðalfundum þess, síðast nú í vor.
Séra Magnús var öflugur stuðningsmaður bindindis-