Kirkjuritið - 01.12.1949, Síða 50
304
KIRKJURITIÐ
minni var fyrir nokkru farið að sljóvgast, en fótavist
hafði hann til síðasta dags.
Sá, sem þetta ritar, hafði ekki náin kynni af prestskap
séra Magnúsar Bjarnarsonar, prófasts. En marga hefi ég
heyrt róma frábærlega hátíðlega þjónustu hans í kirkju,
enda var hann raddmaður góður. Ræður hans vitnuðu
um innileik trúarinnar og áhuga trúmannsins. Frammi
fyrir Drottni sínum var hann hinn auðmjúki þjónn, sem
vildi vera trúr. Veit ég, að margir minnast þakklátum
huga hátíðastunda í litlu kirkjunni á Kálfafelli og stóru,
fallegu kirkjunni á Prestsbakka, þegar hinn höfðinglegi
prófastur flutti skýran vitnisburð sinn af prédikunarstóln-
um, og hin mikla rödd hans hljómaði frá altarinu.
Skyldurækni hans var við brugðið og nákvæmni í allri
embættisfærslu.
Séra Magnús var góður heim að sækja, tryggur vinur
vina sinna og einkar umhyggjusamur ástvinum sínum og
ættmönnum. Hann var fastur fyrir í skoðunum, stefndi
beint að settu marki.
Ég sá oft séra Magnús á heimili foreldra minna í Vík.
Ég minnist hins hávaxna, virðulega höfðingja, sem að
búningi og allri háttprýði hefði getað sómt sér vel meðal
hinna tignustu fyrirmanna. Hann talaði til mín hlýlega
og ijúfmannlega, en þannig hygg ég að hann hafi jafnan
ávarpað börn.
Á seinni árum bar fundum okkar oft saman, einkum
á prestastefnum og öðrum kirkjulegum fundum, en þar
var séra Magnús tíðum hin síðari ár. Enn er sama höfð-
inglega yfirbragðið, sama fágaða framkoma hins virðulega
öldungs. En nú skynja ég betur hinar næmu tilfinningar,
innileika, auðmýkt og yl trúarinnar, og mér hlýnar við
að finna hina traustu vináttu.
Jarðarför séra Magnúsar fór fram að Prestsbakka 19.
sept. að viðstöddu fjölmenni. Minningin geymist um virðu-
legan embættismann, merkan starfsmann kirkjunnar og
góðan son ættjarðarinnar. Jón Þorvarðsson.