Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1949, Síða 50

Kirkjuritið - 01.12.1949, Síða 50
304 KIRKJURITIÐ minni var fyrir nokkru farið að sljóvgast, en fótavist hafði hann til síðasta dags. Sá, sem þetta ritar, hafði ekki náin kynni af prestskap séra Magnúsar Bjarnarsonar, prófasts. En marga hefi ég heyrt róma frábærlega hátíðlega þjónustu hans í kirkju, enda var hann raddmaður góður. Ræður hans vitnuðu um innileik trúarinnar og áhuga trúmannsins. Frammi fyrir Drottni sínum var hann hinn auðmjúki þjónn, sem vildi vera trúr. Veit ég, að margir minnast þakklátum huga hátíðastunda í litlu kirkjunni á Kálfafelli og stóru, fallegu kirkjunni á Prestsbakka, þegar hinn höfðinglegi prófastur flutti skýran vitnisburð sinn af prédikunarstóln- um, og hin mikla rödd hans hljómaði frá altarinu. Skyldurækni hans var við brugðið og nákvæmni í allri embættisfærslu. Séra Magnús var góður heim að sækja, tryggur vinur vina sinna og einkar umhyggjusamur ástvinum sínum og ættmönnum. Hann var fastur fyrir í skoðunum, stefndi beint að settu marki. Ég sá oft séra Magnús á heimili foreldra minna í Vík. Ég minnist hins hávaxna, virðulega höfðingja, sem að búningi og allri háttprýði hefði getað sómt sér vel meðal hinna tignustu fyrirmanna. Hann talaði til mín hlýlega og ijúfmannlega, en þannig hygg ég að hann hafi jafnan ávarpað börn. Á seinni árum bar fundum okkar oft saman, einkum á prestastefnum og öðrum kirkjulegum fundum, en þar var séra Magnús tíðum hin síðari ár. Enn er sama höfð- inglega yfirbragðið, sama fágaða framkoma hins virðulega öldungs. En nú skynja ég betur hinar næmu tilfinningar, innileika, auðmýkt og yl trúarinnar, og mér hlýnar við að finna hina traustu vináttu. Jarðarför séra Magnúsar fór fram að Prestsbakka 19. sept. að viðstöddu fjölmenni. Minningin geymist um virðu- legan embættismann, merkan starfsmann kirkjunnar og góðan son ættjarðarinnar. Jón Þorvarðsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.