Kirkjuritið - 01.12.1949, Síða 54
308
KIRKJURITIÐ
IV.
Prédikari var séra Árni í allra fremstu röð íslenzkra
presta. Og hann var ekki einungis prédikari safnaðar síns,
heldur þjóðarinnar í heild við miklar vinsældir. Hann
vandaði prédikanir sínar eftir því sem honum vannst tími
til, en tíminn var raunar oft af skornum skammti. Hann
leitaðist við að bregða ljósi fagnaðarerindis Jesú Krists
yfir vandamál líðandi stundar, bæði einstaklinga, kirkju
og þjóðar. Og voru oft skáldleg tilþrif í máli hans. Hann
vildi byggja upp eitthvað gott í hverri ræðu, og helzt láta
það hrynja um leið sjálfkrafa, sem var til einskis nýtt.
Andhælishætti og ódyggð gaf hann aldrei grið. Kenning
hans var kröftug, hrein og opinská. Röddin var fögur og
naut sín afbragðsvel í útvarpi. Þannig varð séra Árni
áhrifamikill kennimaður allrar þjóðarinnar og henni hollur
sáðmaður. Tón hans þótti sumum ganga næst tóni séra
Geirs vígslubiskups Sæmundssonar. öll var því kirkju-
þjónusta hans svipmikil og áhrifarík. Væri vel þess vert,
að unnið yrði úr prédikanasafni hans hinu mikla, og það
gefið út, sem ágætast væri. Hann var einn af höfuðkenni-
mönnum þjóðarinnar um sína daga.
V.
Um fjölda ára vann séra Árni í stjórn Prestafélags
Islands. Með honum var ágætt að vinna að stjórnarstörf-
um, bókaútgáfu og líknarmálum. Þar var æfinlega fram-
rétt vinarhönd til samvinnu. Ég undraðist starfsþrek hans
og dáði. Það var eins og hann hefði .alltaf tíma til að
vinna ný og ný störf fyrir kristni og kirkju, hversu mjög
sem hann var hlaðinn störfum fyrir. Hann gat alltaf ein-
hverju á sig bætt fyrir gott málefni. Það er aðall mestu
athafnamanna og hugsjónamanna.
Um bindindismál og barnaverndar lét hann sér mjög
annt.
Séra Ámi skrifaði einnig margt annað en prédikanir
og ræður, svo sem ritgerðir og blaðagreinar. Var honum