Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 57
SÉRA ÁRNI SIGURÐSSON
311
voldugra en nokkur hljómkviða, stundum eins og blær
í laufi. Skáldið nefnir í senn stormsins hörpuslátt og bams-
ins andardrátt. Tugi hrelldra ástvina þarf að hugga eftir
hörmunganótt eða sinna bænakvaki eins af minnstu bræðr-
unum. Guð kallaði á hann með rödd hans, sem gekk yfir
bylgjur hafsins með hjálp og styrk til vina sinna í vanda
og mælti einnig:
Það, sem þér hafið gjört einum þessara minna minnstu
bræðra, það hafið þér gjört mér. Stórt og smátt þurfti
að inna af hendi. En hvað er stórt og hvað smátt? Allt
er mikið og háleitt, sem Drottinn býður.
Og svarið barst þegar djarft og fagurt í barnslegri auð-
mýkt:
Hér er ég. Send þú mig.
Svo var Árna saga.
Því skal þakka, en ekki telja harmatölur.
Það var erfitt að átta sig á því, að æfi séra Árna skyldi
ljúka svo skyndilega í miðjum störfum, erfitt bæði sjálfum
honum og öðrum. En fast skal trúa, að þegar sólin rann
upp fyrir honum handan Heljar strauma, þá hafi honum
enn borizt kall Drottins í morgunsári eilífðarinnar, og
svarið orðið hið sama, auðmjúkt, fagnandi:
Hér er ég. Send þú mig.
Ásmundur GuSmundsson.