Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 59
HÚMAR AÐ, HALLAR DÉGÍ 313
Þú hefir, Guð minn góður,
greitt alltaf ferilinn.
Þú ert mér þolinmóður,
þrátt fyrir breyskleik minn.
— í þér ég fögnuð finn. —
Höndin þín æ mér hlífi.
Hér og í öðru lífi
blessa mig, þjóninn þinn.
Senn hnígur sól til viðar.
Sveipar mig geisli skær.
Náðar eg nýt og friðar.
Nóttin mun reynast vær.
— Allt þetta unun Ijær. —
Upp rennur aftur dagur
eilífur, bjartur, fagur.
Dýrð sé þér, Drottinn kær.
FÉLAG FYRRVERANDI SÓKNARPRESTA
minntist 10 ára afmælis síns 15. okt. Einn félagsmanna, séra
Jón Guðnason, prédikaði í Dómkirkjunni, og fyrrverandi
Prestar og frúr þeirra voru til altaris. Við guðsþjónustuna
var sunginn sálmur eftir séra Böðvar Bjarnason, og er hann
Prentaður hér næst á undan. Seinna um daginn var
afmælishóf félagsmanna, og buðu þeir til þess fjölda gesta
°g veittu af mikilli rausn. Formaður félagsins, séra Ásgeir
Ásgeirsson prófastur, stýrði hófinu, sem jafnframt var félags-
fundur. Var rakið starf félagsins frá upphafi þess og látinna
félagsbræðra minnzt og margar ræður fluttar. Enginn vafi
er á því, að félag þetta vinnur gott gagn og er félagsmönnum
til mikils sóma. M. a. hefir það stofnað sjóð til minningar um
látna félagsbræður, og nemur hann nú 5100 kr. Má verja
honum til styrktar fátækum félagsbræðrum og nánustu vanda-
mönnum þeirra og til eflingar kristilegri menningarstarfsemi
í landinu.